Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Köttur sem ber kraga með bjöllum utan um hálsinn, en slíkur búnaður getur minnkað veiðiafköst katta á smáfuglum. Ný samþykkt Bláskógabyggðar um kattahald er m.a. ætlað að vernda fuglalíf.
Köttur sem ber kraga með bjöllum utan um hálsinn, en slíkur búnaður getur minnkað veiðiafköst katta á smáfuglum. Ný samþykkt Bláskógabyggðar um kattahald er m.a. ætlað að vernda fuglalíf.
Mynd / Aðsend
Fréttir 28. ágúst 2024

Kettir mega ekki vera á flækingi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um kattahald í þéttbýli sveitarfélagsins.

Þar kemur m.a. fram að köttum skal haldið þannig að þeir valdi ekki hávaða, ónæði, óhollustu eða óþrifnaði. Ef köttur veldur nágrönnum eða öðrum ítrekuðu ónæði, óþrifum eða tjóni, þá beri eiganda eða umráðamanni að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Eigandi eða umráðamaður kattar skal greiða það tjón sem köttur hans veldur.

Markmið samþykktarinnar um kattahald í sveitarfélaginu er að stuðla að því að eigendur og umráðamenn katta fari vel með þá, tryggi þeim góða vist, sjái til þess að þeir séu ekki á flækingi og að af þeim stafi hvorki ónæði né tjón. Markmiðið er einnig að stuðla að verndun fuglalífs.

Í gjaldskrá Bláskógabyggðar vegna kattahalds kemur fram að gjald vegna handsömunar kattar greiðist við afhendingu kr. 12.500. Að auki skal greiða daggjald 3.000 kr. fyrir hvern dag fyrir þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi kattar, þ.m.t. útkall dýraeftirlitsmanns, fóðrun og auglýsingar.

Skylt efni: Bláskógabyggð | kettir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...