Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Landslið Íslands í opnum flokki.
Landslið Íslands í opnum flokki.
Mynd / Bridgesamband Íslands/Pétur Fjeldsted
Líf og starf 23. júní 2025

Kerfissigur á NM

Höfundur: Björn Þorláksson

Íslandi gekk ekki sem skyldi á Norðurlandamótinu í bridds sem fram fór á Laugarvatni nýverið. Allar Norðurlandaþjóðirnar náðu betri árangri en Íslendingar ef undan eru skildir Færeyingar. Sumpart má kenna óheppni um niðurstöðuna en áleitnum spurningum um hvernig hægt er að ná því besta út úr liðinu er ósvarað á sama tíma og allir virðast sammála um að sterkustu spilarar landsins skipi opna flokkinn. Reynslan af keppninni verður vonandi gulls ígildi fyrir báða flokka.

Þeir Magnús E. Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson, landsliðsmenn opna flokksins, uppskáru ríkulega eftir stífar kerfisæfingar undanfarið þegar upp kom spil í mótinu þar sem gafst kostur á að nýta leynivopn sem þeir búa yfir í sagnkerfinu.

Eftir opnun Sigurbjörns á tveimur laufum sem lofaði sterkum spilum og 2 tígla biðsögn Magnúsar, gat Sigurbjörn meldað 3 hjörtu sem táknaði einspil í spaða eða minna (!) og lengd í hinum litunum.

Eftir að Magnús samþykkti tromplit með 4 laufum beið Sigurbjörn ekki boðanna og negldi sjö laufum á borðið. Frábær slemma að því gefnu að trompið liggi 3-2. Glæsilega meldað.

Sigurbjörn vakti athygli á því að það væri hálfgert óréttlæti að 7 tíglar skyldu einnig vinnast í þessari legu.

Mjög fá borð náðu alslemmunni og kom jafnvel fyrir að aðeins væri meldað geim.

Briddsþáttur Bændablaðsins mun fjalla um fleiri spil úr mótinu í næstu tölublöðum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...