Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kaupfélag Skagfirðinga flýtir slátrun
Fréttir 1. ágúst 2019

Kaupfélag Skagfirðinga flýtir slátrun

Höfundur: Vilmundur Hansen

KS hefur ákveðið að flýta lambaslátrun um viku til að mæta þörfum markaðarins fyrir lambakjöti. Slátrun hjá KS mun því hefjast 9. ágúst næst komandi og mun nýtt lambakjöt verða komið í verslanir 12. ágúst næst komandi.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, sagði í samtali við Bændablaðsins ekki enn ákveðið hversu mörgum lömbum verður slátrað fyrstu vikuna en að ákveðið hafi verið áður að slátra tíu til tólf þúsund lömbum frá 15. ágúst þar til að hefðbundin sláturvertíð hefst í byrjun september.


„Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga hefur á undanförnum árum slátrað svo kallaðri forslátrun og byrjað hana um miðjan ágúst. Til þess hefur sú slátrun fyrst og fremst verið fyrir Ameríkumarkað. Í ljósi aðstæðna núna og kalli markaðarins hefur verið ákveðið að flýta slátruninni um viku og fer kjötið að þessu sinni á innanlandsmarkað.“

Ágúst segir að slátrunin sé að sjálfsögðu háð því að bændur séu tilbúnir að koma með fé til slátrunar á þessum tíma. 

 

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f