Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kaup og sala líflamba
Mynd / Jón Eiríksson
Á faglegum nótum 16. ágúst 2024

Kaup og sala líflamba

Höfundur: Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun

Mikill áhugi er meðal bænda á sölu og kaupum líflamba með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.

Sigurbjörg Bergsdóttir.

Gerður er greinarmunur á sölu/kaupum á líflömbum af líflambasölusvæðum og öðrum svæðum landsins.

Umsóknarfrestur um sölu er til 1. maí ár hvert. Í ár var hann framlengdur til 1. júlí.

Líflambasölusvæðin eru fjögur (4): Snæfellsneshólf, Vestfjarðahólf eystra, Norðausturhólf (frá Jökulsá á Fjöllum að Brekknaheiði) og Öræfasveit.

Bú á þessum svæðum geta sótt um leyfi til sölu lamba af öllum arfgerðum nema þau sem bera genasamsætuna VRQ, sem er bannað að selja yfir varnarlínur. Umsóknareyðublað 2.11 í þjónustugátt á mast.is.

Bú í Snæfellsneshólfi geta aðeins selt inn í þau varnarhólf þar sem bólusett er gegn garnaveiki. Bú í hinum þremur varnarhólfunum geta selt hvert á land sem er. Alltaf að því tilskildu að viðkomandi bú sé með söluleyfi.

Önnur svæði en þau sem teljast til líflambasölusvæða

Bú í öðrum varnarhólfum en þessum fjórum líflambasöluhólfum geta sótt um leyfi til þess að selja lömb með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir. Umsóknareyðublað 2.46 í þjónustugátt á mast.is. Þessar arfgerðir eru ARR/x, T137/x, AHQ/ AHQ, AHQ/C151 eða C151/C151 (x má vera hvaða genasamsæta sem er nema VRQ). Verklagsreglur um afgreiðslu slíkra umsókna er að finna á heimasíðunni mast.is undir Bændur – Sauðfé og geitur – Flutningar og sjúkdómavarnir.

Kaup á líflömbum

Umsóknarfrestur til kaupa á líflömbum er til 1. júlí ár hvert. Í ár er hann framlengdur til 20. ágúst.

Við kaup úr líflambasöluhólfum er fyllt út umsóknareyðublað 2.09 í þjónustugátt á mast. is og nægilegt er að taka fram fjölda hrúta og gimbra sem óskað er að kaupa úr hverju hólfi.

Eins og fyrr segir er eina skilyrðið varðandi arfgerðir lambanna að þau mega ekki bera VRQ genasamsætuna.

Við kaup á verndandi/mögulega verndandi arfgerðum úr öðrum varnarhólfum er fyllt út umsóknareyðublað 2.45 í þjónustugátt á mast.is og þar þarf að merkja við hvaða arfgerðir það eru sem óskað er eftir að kaupa, fjölda lamba af hvoru kyni og tiltaka þarf nafn þess bæjar/bæja sem óskað er eftir að kaupa af.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f