Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Votviðrasamt sumar 2018 gerði kartöflubændum sunnanlands og vestan erfitt fyrir og uppskeran var mun rýrari en ella.
Votviðrasamt sumar 2018 gerði kartöflubændum sunnanlands og vestan erfitt fyrir og uppskeran var mun rýrari en ella.
Mynd / BBL
Fréttir 19. mars 2019

Kartöfluuppskeran á síðasta ári var sú lélegasta síðan 2013

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt nýjustu tölum Hag­stofu Íslands varð verulegur sam­dráttur í framleiðslu á útiræktuðu grænmeti á Íslandi á síðasta ári. Var kartöfluuppskeran m.a. sú minnsta síðan 2013. Virðist sá samdráttur vera að nokkru í takt við óvenju votviðrasamt tíðarfar. 
 
Á síðasta ári fengust 6.020 tonn af kartöflum upp úr görðum íslenskra bænda. Í kartöfluræktinni hafa einungis þrjú ár frá 1977 verið með minni uppskeru. Það var 2013 þegar uppskeran var 6.000 tonn, árið 1993 þegar uppskeran var 3.913 tonn og 1983, en þá var uppskeran aðeins 3.561 tonn. 
 
Talsvert undir 41 árs meðaltali
 
Á síðustu 42 árum, eða frá 1977, hafa verið framleidd til sölu á Íslandi 433.306 tonn af kartöflum, eða 10.317 tonn að meðaltali á ári. Hefur kartöfluframleiðslan aldrei náð því meðaltali eftir 2010 þegar framleiðslan var 12.460 tonn. 
 
Mest framleiðsla 1994 
 
Mest var kartöfluframleiðslan á þessu tímabili 1994, eða 19.459 tonn í kjölfar mikils hrunárs í framleiðslunni þegar framleiðslan fór eins og áður sagði í  3.561 tonn. Árið þar á undan, eða 1992, var framleiðslan 14.300 tonn svo dýfan fyrir framleiðendur var gríðarleg.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...