Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kartöflur kalla fram ólík hughrif
Fréttir 20. maí 2015

Kartöflur kalla fram ólík hughrif

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útstilling sem kallast Saga kartöflunnar hlaut gullverðlaun á blómasýningunni í Chelsea sem nú stendur yfir. Verðlaunin voru veit í sérstökum flokki fyrir rótagrænmeti.

Kartöflunördar um alla heim öskruðu upp yfir sig af gleði í upphafi vikunnar þegar gert var opinbert að sýning sem kallast Saga kartöflunnar hafði unnið til gullverðlauna á árlegri blómasýning í Chelsea. Með verðlaununum er kartöflum veittur sá heiður sem þær eiga skilið og þær fá uppreisn æru.

Saga kartöflunnar er fyrsta sýningin sem einungis fjallar um kartöflur og er með kartöflur sem sýningargripi sem vinnur til gullverðlauna. Sýningargripir eru 140 mismunandi gerðir af kartöflum sem sýna vel fjölbreytileika innan tegundarinnar.

Framsetning mismunandi lita og lögunar jarðeplanna í rýminu kalla fram ólíkar tilfinningar og hughrif gesta, undrun, minningar og svengd. Þrátt fyrir að sýningin sé einungis í litlum bás er hún tengd tíma og hreyfingu þar sem gestir geta lesið sig til um uppruna og sögu kartöflunnar. Kartöflurnar á sýningunni koma frá öllum heimshornum auk þess sem þar er að finna bæði gömul og ný yrki. Hér er því um einskonar kartöflutvíæring að ræða.

Chelsea Flower Show er virtasts blómasýning sem haldin er í heiminum. Mikil eftirvænting er í kringum opnun sýningarinnar og á fyrsta degi mætir þar hópur hefðarfólks til að skoða herlegheitin. Hefð hefur myndar fyrir því að kvenkyns gesti skarti höttum á sýningunni og komið hefur fyrir að þeir veki meiri athygli en blómin.

Skylt efni: Kartöflur | blómasýning

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...