Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Karólína í Hvammshlíð fær Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2021 vegna ódrepandi áhuga, tengingar við erlenda vísindamenn og hvatningar til umfangsmikillar sýnatöku til að greina og finna verndandi arfgerð gegn riðusmiti í íslensku sauðkindinni.
Karólína í Hvammshlíð fær Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2021 vegna ódrepandi áhuga, tengingar við erlenda vísindamenn og hvatningar til umfangsmikillar sýnatöku til að greina og finna verndandi arfgerð gegn riðusmiti í íslensku sauðkindinni.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. apríl 2022

Karólína í Hvammshlíð hlaut hvatningarverðlaun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð voru veitt Hvatningarverðlaun Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir árið 2021 vegna ódrepandi áhuga, tengingar við erlenda vísindamenn og hvatningar til umfangsmikillar sýnatöku til að greina og finna verndandi arfgerð gegn riðusmiti í íslensku sauðkindinni. Verðlaunin voru veitt á aðalfundi BSE en Karólína komst ekki en var tengd með fjarfundarbúnaði.

Bóndinn, sem kallar sig Karólínu í Hvammshlíð, er þýsk að uppruna, fædd vorið 1970 og bar í sínu fæðingarlandi nafnið Caroline Mende.

Karólína kom fyrst til Íslands 1989 og fékk strax á tilfinninguna að „þetta væri sitt land“. Það var þó ekki fyrr en nokkru síðar sem hún keypti sitt eigið land, fyrst í Hegranesinu og síðan árið 2015 eignaðist hún Hvammshlíð, sem hafði verið í eyði í 127 ár, eða frá árinu 1888. „Það verður að segjast eins og er að þá töldu margir að ekki væri alveg í lagi með Karólínu. Hvammshlíð er þar sem Þverárfjallsvegur liggur sem hæst milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu.

Þar á hún sitt fjall og sína á og í stað ljósa á nágrannabæjum hefur hún stjörnurnar og er undir norðurljósum. Þar hefur hún komið upp aðstöðu fyrir sig og sína,“ segir í umsögn BSE vegna verðlaunanna.

Hvammshlíðarostur nýjasta búgreinin

Bústofninn er tæpar 60 kindur, 3 hross og hundar. Sumir þekkja til Karólínu vegna dagatala sem hún hefur gefið út með margvíslegum upplýsingum um íslenska þjóðhætti. Dagatalsútgáfan stóð t.d. undir kaupum á dráttarvél í Hvammshlíð.

Nýjasta búgreinin hjá Karólínu er ostagerð, „Hvammshlíðarostur“, þar sem lögð er áhersla á að nota engin íblöndunarefni sem eru íslensk og kryddin á ostinum úr náttúrunni. Osturinn lenti þó í því að sitja aðeins á hakanum þegar önnur verkefni sóttu á.

Verðlaunagripurinn í ár er eftir Guðrúnu Á. Steingrímsdóttur en að auki fylgdu með 200 þúsund krónur.

Magnaður áhugi

Haustið 2020 fór Fagráð í sauðfjárrækt að velta fyrir sér hvort nýjar leiðir væru mögulegar í baráttu við riðuveikina og þar á meðal hvort mögulegt væri að flytja inn erfðaefni til að byggja upp verndandi afbrigði gegn riðuveiki í okkar fjárstofni. Á það leist Karólínu ekki og hvatti mjög til þess að leitað væri betur að verndandi arfgerð innanlands.

Að sögn Eyþórs Einarssonar, ráðunautar í sauðfjárrækt hjá RML, var áhugi Karólínu magnaður og mjög hjálplegur við að komast í samband við vísindamenn í öðrum löndum til að leggja grunn að sem faglegustum rannsóknum á arfgerðum og hvort möguleiki væri á að finna verndandi arfgerðasæti íslenska sauðfjárstofnsins.

Nú hefur komið í ljóst að þetta efni er farið að finnast.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...