Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Karl í púltu. „Maðurinn stendur varnarlaus gagnvart náttúruöflunum hvað þá fjármála- og tryggingarfyrirtæki, auk þess sem ríkjandi og galin hugmyndafræði hvetur til að reyna á þolmörk heimsins hvað varðar eyðileggingu.“
Karl í púltu. „Maðurinn stendur varnarlaus gagnvart náttúruöflunum hvað þá fjármála- og tryggingarfyrirtæki, auk þess sem ríkjandi og galin hugmyndafræði hvetur til að reyna á þolmörk heimsins hvað varðar eyðileggingu.“
Fréttir 27. október 2017

Karl Bretaprins hvetur til aðgerða til verndunar hafsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Karl prins dregur í efa að hægt sé að líta á mannkynið sem skynsemisveru þar sem ákvarðanir þess eru næstum því eingöngu drifnar áfram af gróðasjónarmiðum.

Okkar maður í Bretlandi segir löngu tímabært að grípa til aðgerða til að draga úr mengun sjávar og að hann muni í framtíðinni leggja sitt af mörkum í baráttunni til að vernda hafið.

Karl segir að plastmengun í hafi sé gríðarleg og fagnar aukinni vitund almennings um vandamálið. Hann harmar jafnframt hversu litla athygli hafið og mengun þess hefur fengið og hversu lítið hefur verið gert til að draga úr mengun hafsins undanfarna áratugi. Prinsinn kallar eftir aðgerðum til varnar vistkerfi hafsins.

Skeytinga- og ábyrgðarleysi

Í ráðstefnu Evrópusambandsins, Our Oceans, sem haldin var á Möltu 5. til 6. október síðastliðinn, lýsti prinsinn vaxandi áhyggjum sínum yfir skeytinga- og ábyrgðarleysi stjórnvalda þegar kemur að ákvarðanatöku sem tengjast umhverfismálum. Hann sagðist reyndar vera farinn að efast um að það væri lengur hægt að líta á manninn sem tegund sem skynsemisveru þar sem ákvarðanir hennar séu nánast eingöngu drifnar áfram út frá gróðasjónarmiðum.

Mannkynið varnarlaust gegn náttúruöflunum

Karl gagnrýndi Trump Bandaríkja­forseta í ræðu sinni fyrir að neita að skrifa undir Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að fellibylirnir í Bandaríkjunum undanfarið væru einungis fyrirboði þess sem ætti eftir að koma. „Maðurinn stendur varnarlaus gagnvart náttúruöflunum hvað þá fjármála- og tryggingarfyrirtæki, auk þess sem ríkjandi og galin hugmyndafræði hvetur til að reyna á þolmörk heimsins hvað varðar eyðileggingu.“

Vistkerfi hafsins viðkvæmt

Karl, sem lengi hefur talað fyrir verndun regnskóganna, sagði að verndun hafsins væri honum ekki síður hugleikið en verndun regnskóganna. „Við ættum að fagna því að almenningur sé farinn að gera sér grein fyrir því að verndun hafsins sé ekki síður mikilvæg en verndun regnskóganna. Ég efast reyndar um að við gerum okkur enn grein fyrir því hversu viðkvæmt vistkerfi hafsins er í raun og veru og við verðum að forðast að líta á hafið eingöngu sem uppsprettu auðs.

Milljarðar evra til umhverfismála

Á ráðstefnunni var því lýst yfir að Evrópusambandið ætlaði að leggja ríflega 550 milljón evrur, um 68 milljarða íslenskra króna, til verkefna sem eiga að stuðla að verndun hafsins. Þar á meðal eru verkefni sem eiga að draga úr sjóræningjaveiðum, magni plasts í hafinu og gervihnöttum til eftirlits á hafinu. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...