Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, klæðist iðulega ullartvídjakka.
Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, klæðist iðulega ullartvídjakka.
Fréttir 3. október 2016

Karl Bretaprins hvetur fólk til að klæðast ull

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, skrifaði pistil í The Telegraph fyrr í þessum mánuði þar sem hann mærir ull og hvetur fólk til að klæðast ullarfatnaði á vetri komandi.

Greinin hefst á því að spyrja hvað sé betra en efnið sem er ræktað á náttúrulegan hátt, þurfi bara vatn og gras og að hægt sé að búa til úr því hlýjan og góðan fatnað og hafi teygju og styrk í endingargóð teppi og áklæði.

Efni sem sé fyrirtaks varma- og hljóðeinangrun og heldur hita þrátt fyrir að blotna og sé brunaþolið og taki ekki í sig lykt. Og það sem meira er, það brotnar niður á náttúrulegan hátt í náttúrunni.

Það furðulegasta af öllu er að þetta undraefni er til og hefur verið til í langan tíma og er ull. Það að ull sé ekki nýtt efni og að ekki þurfti að finna hana upp hefur hugsanlega valdið því að við höfum misst sjónar á henni og notum hana ekki sem skyldi nú á tímun.

Ekki er þörf fyrir jarðefnaeldsneyti til að framleiða náttúrulegar afurðir eins og ull og hægt er að endurnýta þær. Slíkar afurðir koma til með að verða sífellt mikilvægari í framtíðinni og baráttunni við hlýnun jarðar.

Næst segir Karl frá því að hann ætla að standa fyrir ullarráðstefnu í Skotlandi þar sem saman munu koma fjöldi aðila sem tengist ull og framleiðslu úr henni. Vonast prinsinn að vegur ullar muni aukast og að verð á henni til bænda hækki í kjölfar ráðstefnunnar. 

Skylt efni: Karl Bretapins

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...