Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigrún Sigurðardóttir, Óskar Þór Óskarsson, séra Gunnar Jóhannesson og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands. Myndir / ÓÞÓ
Sigrún Sigurðardóttir, Óskar Þór Óskarsson, séra Gunnar Jóhannesson og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands. Myndir / ÓÞÓ
Líf og starf 5. september 2019

Kapella vígð að Stóragerði í Ölfusi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Séra Gunnar Jóhannesson og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, vígðu þann 11. ágúst kapellu að Stóragerði í Ölfusi. Kapellan tekur tuttugu manns í sæti og verður hún opin gestum og gangandi sem vilja heimsækja hana. Altaristaflan í kapellunni er gluggi sem sýnir guðsgræna sköpunarverkið fyrir utan.

Hjónin Óskar Þór Óskarsson og Sigrún Sigurðardóttir hafa um tíma gengið með þá hugmynd í maganum að reisa kapellu á jörðinni Stóragerði í Ölfusi.

Kapellan að Stóragerði.

„Hugmyndin kom til mín á sólríkum sumarmorgni og konan tók vel í hana og við hófum framkvæmdir fyrir alvöru haustið 2017 og kapellan kláruð og fullbúin og vígð í sumar.“

Óskar segir að bygging kapellunnar sé ekki endilega trúarleg en að það hafi alltaf verið talið gott að eiga guðshús. „Fyrst eftir að hugmyndin kom upp var bygging kapellunnar áhugamál okkar hjónanna. Sumir spila golf, skera út eða fara á skíði en við ákváðum að byggja kapellu til að stytta okkur stundir eftir að við hættum að vinna.“

Hönnun kapellunnar er þeirra hjóna og ekki unnin eftir teikningu og segir Óskar að hönnunin hafi lítið sem ekkert breyst frá því að bygging hennar hófst. „Efnið í kapelluna er að mestu afgangsefni og endurunnið úr öðrum byggingum.

Hugmyndin er að kapellan verði öllum opin sem vilja koma og skoða hana eða setjast niður í ró og fara með bæn.“

Altaristaflan er úr gleri og sýnir sköpunarverkið fyrir utan.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...