Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kannabisræktun Systranna í dalnum.
Kannabisræktun Systranna í dalnum.
Fréttir 8. nóvember 2017

Kannabisframleiðsla í Kaliforníu umfram eftirspurn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári er áætlað að í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafi verið framleidd ríflega sex milljón kíló af hampi. Framleiðslan er fimm sinnum meiri en áætluð notkun í ríkinu, sem er um milljón kíló á ári. Ræktun og neysla kannabis er lögleg í Kaliforníu.

Reyndar er svo komið að vegna geysilegrar offramleiðslu á kannabis í Kaliforníu hefur orðið verðfall á afurðinni. 

Í kjölfar mikillar framleiðslu umfram eftirspurn hafa yfirvöld velt fyrir sér spurningunni um hvað verði um það magn sem ekki er nýtt innan ríkis. Að sögn þeirra sem láta sig málið varða er einungis um eitt svar að ræða og það er að umframframleiðsla sé seld til annarra ríkja og í mörgum tilvikum til ríkja þar sem hampur er enn ólöglegur.

Stjórnvöld í Kaliforníu segja verða að gera allt til að koma í veg fyrir að mikið magn af kannabis sé framleitt í ríkinu og selt ólöglega annars staðar. 

Þrátt fyrir að ræktun og neysla á kannabis sé leyfileg í Kaliforníu og mörgum öðrum ríkjum í Bandaríkjunum er hvoru tveggja enn ólöglegt samkvæmt alríkislögum Bandaríkjanna.

Ein lausnin til að koma í veg fyrir ólöglegan útflutning á kannabis frá ríkinu, samkvæmt stofnun sem kallast California Bureau of Cannabis Control, er að gefa út ræktunarleyfi sem jafnframt fælu í sér bann á að selja uppskeruna utan ríkisins.

Meðal þeirra sem hafa gert það gott með ræktun kannabis og framleiðslu afurða úr plöntunni er hópur nunna sem kalla sig Sisters of the Valley, eða systurnar í dalnum, sem segjast rækta kannabis eftir alda gömlum ræktunaraðferðum. Sem er náttúrulega þvæla þar sem Systurnar í dalnum beita nýjustu ræktunartækni til að hámarka uppskeruna.. 

Skylt efni: kannabis | Kalifornía | ræktun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f