Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Áætlað er að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og slátur- úrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum.
Áætlað er að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og slátur- úrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 10. nóvember 2023

Kanna fýsileika lífkolaframleiðslu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændasamtök Íslands fengu nýverið 15 milljóna króna styrk úr Loftslagssjóði vegna verkefnis sem felst í fýsileikagreiningu á framleiðslu á lífkolum úr lífrænum úrgangi.

Í lýsingu á verkefninu kemur fram að með banni á urðun á lífrænum úrgangi á Íslandi, frá síðustu áramótum, skapist ákveðin vandamál við að koma tilteknum lífrænum úrgangi í viðunandi farveg; eins og til dæmis dýrahræjum og sláturúrgangi. Markmið verkefnisins verði að skoða hvort fýsilegt sé að hagnýta nýja tækni hér á landi til framleiðslu á lífkolum; sem hefði þann tvíþætta tilgang að koma þessum úrgangi í umhverfisvænan farveg og binda auk þess kolefni í orkusjálfbæru ferli sem veldur engri losun gróðurhúsalofttegunda.

Aðferðir sem eru hagnýttar í Evrópu

Bændasamtök Íslands horfa til aðferða sem hafa verið hagnýttar á meginlandi Evrópu. Þær felast í brennslu á lífrænu efni í sérhæfðum brennsluofni í loftfirrtum bruna. Engin losun er úr þessu ferli, en afurðirnar eru lífkol, sem hægt er að nota sem áburð, blanda þeim í húsdýra- og gæludýrafóður eða jafnvel íblöndunarefni í byggingariðnaði.

Í verkefnalýsingu kemur ennvfremur fram að nýleg riðusmittilfelli í Miðfirði hafi afhjúpað brýna þörf fyrir fleiri brennsluofna í landinu sem væri hægt að nota þegar aðstæður krefðust þess að dýrahræ séu brennd. Á þeim tíma, þegar farga þurfti hræjunum í Miðfirði, hafi eini brennsluofninn verið óstarfhæfur og því hafi þurft að urða riðusýkt fé sem hefði verið óviðunandi niðurstaða.

Leita verður betri leiða til förgunar

Í greinargerð með verkefninu segir að til að metnaðarfull markmið Íslands í loftslagsmálum nái fram að ganga verði að leita nýrra lausna og betri leiða til að farga dýrahræjum og sláturúrgangi, en nú sé gert. Þetta verkefni sé liður í því.

Áætlað er, að ef framleidd hefðu verið lífkol úr þeim dýrahræjum og sláturúrgangi sem var fargað á árinu 2019 í hefðbundinni brennslu, hefði samdráttur á losun koltvísýrings numið 11.500 tonnum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f