Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mun lélegri uppskera var af túnum Þóroddsstaðabænda í Ólafsfirði í sumar en í fyrra.
Mun lélegri uppskera var af túnum Þóroddsstaðabænda í Ólafsfirði í sumar en í fyrra.
Fréttir 18. september 2015

Kalt sumar hefur sett strik í heyöflun bænda

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kuldatíðin í sumar hefur sett stórt strik í reikninginn hjá bændum í Ólafsfirði. 
Lítil heyuppskera hefur verið á túnum og jafnvel farið að nýta 20 ára gömul sinutún til að bæta upp heymagnið. 
 
Hefur ástandið ekki verið svona slæmt frá því menn muna, að sögn Hjalta Bergsveins Bjarkasonar, fjárbónda á Þóroddsstöðum. Hann er meðeigandi tengdaföður síns í jörðinni, Haraldar Marteinssonar, hrossa- og fjárbónda.
 
Hefur uppskeran verið meira en helmingi minni í sumar en seinustu ár vegna kulda. Sem dæmi þá hófst sláttur 3 vikum seinna núna en síðustu árin. 
 
„Maður er búinn að slá jafn mikið af túnum í sumar eins og á undanförnum árum, en það vantar samt töluvert upp á að ná sama heymagni. Þá eru gæðin mjög svipuð og síðustu ár.  Þegar verið var að slá í annarri viku ágúst, gránaði vel í fjöll inni í dölum í kring og það snjóaði í fjöll 27. ágúst. Vona menn því bara að veturinn verði góður svo heymagnið dugi hjá öllum í vetur,“ segir Hjalti.

Skylt efni: kuldatíð | heyöflun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...