Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kalla eftir þátttöku á Terra Madre Nordic
Fréttir 21. júní 2022

Kalla eftir þátttöku á Terra Madre Nordic

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slow Food hreyfingin á Norðurlöndunum mun halda matarhátíðina Terra Madre Nordic 1.–3. september nk. í Stokkhólmi, í samvinnu við Eldrimner, sem eru þarlend samtök smáframleiðenda.

Samtök smáframleiðenda matvæla kalla eftir þátttöku félagsmanna á hátíðinni.

Á Terra Madre Nordic felst dagskráin í málstofum, vinnusmiðjum, smökkunum og uppákomum á svæðinu.

Samhliða þeirri matarhátíð verður keppt í matarhandverki á viðburðinum Nordic Artisan Food Awards, sem er óformleg Norðurlandakeppni.

Terra Madre á Norðurlöndunum ber svipmót alþjóðlegu Terra Madre hátíðarinnar sem haldin er í Tórínó á Ítalíu annað hvert haust. Síðast voru slíkar hátíðir haldnar árið 2018, en féllu niður árið 2020 vegna Covid- 19-faraldursins.

Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum smáframleiðenda matvæla stendur Íslendingum til boða að taka þátt í nokkrum viðburðum hátíðarinnar en áhugasömum er bent á að hafa samband við Slow Food á Íslandi fyrir nánari upplýsingar.

Drög að dagskrá

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...