Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kálfafell 2
Bóndinn 9. ágúst 2017

Kálfafell 2

Á Kálfafelli 2 í Suðursveit hefur verið eingöngu sauðfjábúskapur í 26 ár og nú er tíundi ættliður­inn að taka við.
 
Býli:  Kálfafell 2
 
Staðsett í sveit: Suðursveit. Sveit sólar.
 
Ábúendur: Bjarni Steinþórsson, Hrefna Guðmund­ar­dóttir, Aðal­björg Bjarnadóttir, Bjarni Haukur Bjarnason og smalamaðurinn Ingunn Bjarnadóttir.. 
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fimm, auk þriggja hundar.
 
Stærð jarðar? 6000 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú. 
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 600 fjár, 9 geitur, 7 hænur og 5 hestar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er mjög árstíðarbundið. Þessa dagana hefur verið hey­skapur svo maður reynir að krafla í því meðan vel viðrar. Þess á milli erum við að byggja íbúðarhús sem allur frítími fer í. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Hjá yngri bændunum er heyskapur, sæðingar og sauðburður á toppnum! Það er alltaf svo mikið stuð á bænum að ekkert starf getur orðið leiðinlegt.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Bara mjög svipaðan. Kannski fleiri geitur og betri smalahundar.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Það vantar alla samstöðu. Það er alltof mikill metingur á milli bænda.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? 
Hann mun sveiflast upp og niður einsog hann hefur gert síðustu áratugi. 
 
Hvar teljið þið að helstu tæki­færin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Það er hægt að flytja allt út ef það er vel markaðsett.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, ostur og smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Feitt kjöt af veturgömlu!
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Einn veturinn þegar við fórum í morgungegningar var hurðin í gemsakrónni opin og hver einasta klauf farin út. 
 
Þá hélt æðsti bóndinn að allir væru löngu horfnir til fjalla, en þegar við komum heim úr gegn­ingum sáum við þá alla með tölu í garðinum heima. Það var mikill léttir.

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...