Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hnúfubakur leitar norðar með hækkandi sjávarhita.
Hnúfubakur leitar norðar með hækkandi sjávarhita.
Mynd / wikipedia
Í deiglunni 18. janúar 2023

Kaldsjávarspendýr og fiskar leita norðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breytingar í sjávarvistkerfum hafa leitt til þess að óvæntur fjöldi langreyða og hnúfubaka hafa haldið til undanfarin ár á áður ísilögðum hafsvæðum við Suðaustur-Grænland.

Bendir það til þess að umhverfisskilyrði og vistkerfi hafi farið fram yfir ákveðinn vendipunkt. Í umfjöllun á vef Hafrannsóknastofnunar segir að vistkerfi við Suðaustur-Grænland einkenndust af miklu magni af rekís en hafa breyst mikið undanfarin ár og áratugi í átt að tempraðra kerfi með auknum sjávarhita og minni hafís sem nú er nánast horfinn yfir sumarmánuðina.

Breytingar að þessu tagi gera svæðið að hentugra búsvæði fyrir hvalategundir eins og langreyði og hnúfubak, auk makríls, túnfisks og annarra uppsjávarfisktegunda en fækkað hefur í stofnum norðlægari tegunda á svæðinu, eins og náhvala og rostunga. Víðtækar breytingar á vistkerfum eins og þessar kallast „regime shift” á ensku, og geta verið óafturkræfar þegar kerfi fara fram fyrir ákveðinn vendipunkt. Þættir eins og hörfun hafíss geta haft víðtæk áhrif á vistkerfi á stórum hafsvæðum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindarannsóknar sem birtar voru í Global Change Biology. Rannsókninni var stýrt af Mads Peter Heide Jørgensen hjá Greenland Institute of Natural Resources í Danmörku, í samvinnu við vísindamenn frá Danmörku, Grænlandi, Bandaríkjunum og Íslandi.

Rannsóknin byggir á fjölmörgum langtímaathugunum, þar á meðal mælingum á stofnstærð og útbreiðslu hvala- og fisktegunda, athugunum á hafís og mælingum á hita og seltu sjávar. Mæligögn frá stöðinni Faxaflói 9 sem Hafrannsóknastofnun aflaði síðastliðin 50 ár í reglubundnum mælingum á ástandi sjávar voru notuð til að meta breytingar á hitastigi og seltu í Irmingerhafinu. Mælingar Hafrannsóknastofnunar á makríl og loðnu voru nýttar í að kortleggja breytta útbreiðslu uppsjávarfiska í tengslum við hækkandi hitastig sjávar.

Samkvæmt því sem segir á Heimasíðu Hafró á hvarf hafíssins við Suðaustur-Grænland sér engin fordæmi undanfarin 200 ár þegar mælingar á hafís að sumarlagi lágu fyrir á þessu svæði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...