Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kakótré eldri en áður var talið
Fréttir 26. nóvember 2015

Kakótré eldri en áður var talið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar rannsóknir á þróun kakótrés benda til að það eigi sér enn lengri sögu en áður var talið og það getur komið sér vel fyrir kakóræktendur og súkkulaðiframleiðendur.

Eitt af þeim vandamálum sem fylgja ræktun nytjaplantna er að erfðamengi ræktunarplantanna vill verða einsleitt og því hætta á að sjúkdómar, plágur og loftslagsbreytingar geti lagt heilu ræktunarsvæðin að velli. Ræktendur eru því sífellt á höttunum eftir nýjum afbrigðum sem geta bætt uppskeruna og öryggi hennar.

Tíu milljón ára þróunarsaga

Ræktendur kakótrjáa og framleiðendur súkkulaðis eru engin undantekning á þessu. Kakótré í ræktun eru öll keimlík erfðafræðilegar og því viðkvæm fyrir sömu kvillunum. Komið hefur í ljós að kakótré eiga sér mun lengri þróunarsögu en áður er talið og það þýðir að genamengi villtra kakótrjáa er fjölbreyttara en talið hefur verið.

Í dag er ætlað að fyrstu forfeður kakótrjáa hafi komið fram á sjónarsviðið fyrir um tíu milljónum ára og því áður en Andesfjöll höfðu náð fullri hæð. Slíkt gæti skýrt af hverju villt kakótré hafa þróast og finnast hvort sínum megin fjallanna.

Nýtt bragð af súkkulaði

Vonir eru bundnar við að í villtum kakótrjám finnist gen sem gætu aukið þol ræktaðra kakótrjáa við sjúkdómum og loftslagsbreytingum. Ekki er óhugsandi að í villtum kakótrjám leynist gen sem geta gefið kakódufti og súkkulaði annan keim en við þekkjum í dag.

Skylt efni: kakó | nytjaplöntur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...