Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ekkert mælir gegn því að nota kaffikorg til jarðgerðar sé það gert í hófi og þess gætt að blanda hann vel með öðrum lífrænum efnum á meðan niðurbrotið á sér stað
Ekkert mælir gegn því að nota kaffikorg til jarðgerðar sé það gert í hófi og þess gætt að blanda hann vel með öðrum lífrænum efnum á meðan niðurbrotið á sér stað
Á faglegum nótum 17. september 2020

Kaffi er best í hófi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samfara aukinni umhverfisvitund hefur áhugi á endurvinnslu af öllu tagi færst í aukana og ekki síst á jarðgerð á því sem fellur til úr eldhúsinu. Þar á meðal kaffikorg.

Fyrir tveimur eða þremur áratugum tóku kaffihús víða um heim upp á því að gefa gefa viðskipta­vinum sínum og garðeigendum kaffikorg sem lífrænan áburð. Með þessu átti að slá tvær flugur í einu höggi. Kaffihúsin losnuðu við kaffikorginn á ódýran hátt og garðeigendur fengu ókeypis lífrænan áburð.
Samfara aukinni endurvinnslu hefur fjöldi garðeigenda komið sér upp safnhaug í þeim tilgangi að jarðgera matarúrgang og það með kaffi.

Fljótlega eftir að kaffihúsin fóru að gefa kaffikorginn komu fram raddir sem fundu honum allt til foráttu og fullyrtu að korgurinn væri langt frá því að vera góður fyrir plöntur og að í raun gerði hann lítið gagn og þá fremur ógagn. Til dæmis að hann sýrði jarðveginn og að í kaffi væru skaðleg efni, meðal annars kaffín, sem drægju úr eðlilegum vexti plantna. Þetta ætti þó ekki að koma að sök hjá þeim sem drekka kaffínlaust kaffi.

Í sjálfu sér getur verið rétt að ef kaffikorgur er notaður í óhóflegu magni og hreinlega sturtað beint úr mörgum kaffisíum í kringum plöntur í einu. Einnig er mögulegt að kaffikorgur hafi skaðleg áhrif á vöxt sé mikið af honum í safnhaugnum og ekki hugað að þeim hlutföllum lífrænna efna sem æskilegt er að blanda saman til jarðgerðar.

Talsverð umræða hefur verið um gagn eða ógagn kaffikorgs til ræktunar á netinu og, eins og oft vill verða, ýmis rök með eða á móti. Nei-menn segja hann gersamlega ónothæfan og nánast eitraðan, en aðrir segjast hafa notað kaffikorg með góðum árangri.

Ástæða þessa getur verið sú að mismunandi plöntur vilja næringarefni í mismiklu magni og sú staðreynd að kaffikorgur sýrir jarðveginn og ólíkar plöntur kjósa ólíkt sýrustig. Vegna þessa ætti því ekki að setja kaffikorg í kringum eða gefa plöntum sem kjósa kalkríkan jarðveg moltu sem búin hefur verið til með miklum korgi. Aftur á móti ættu plöntur sem kjósa súran jarðveg að dafna vel fái þær korgblandaða moltu og jafnvel ef stráð er kaffikorgi í hæfilegu magni í kringum þær.

Malað kaffi brotnar tiltölulega hratt niður og næringarefnin losna því hratt úr korginum og það telst kostur í jarðgerð og korgurinn er ríkur af köfnunarefni, fosfór, kalí og snefilefnum sem nýtast sem næringarefni.

Ekkert mælir gegn því að nota kaffikorg til jarðgerðar sé það gert í hófi og þess gætt að blanda hann vel með öðrum lífrænum efnum á meðan niðurbrotið á sér stað. Einnig mælir ekkert gegn því að strá kaffikorgi í litlu magni yfir beð hjá plöntum sem kjósa súrt og raka því niður í jarðveginn.

Um notkun á kaffikorgi í garðinum gildir því það sama og um kaffidrykkju. Allt er best í hófi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...