Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kæri lesandi, vissir þú að ...
Á faglegum nótum 14. nóvember 2024

Kæri lesandi, vissir þú að ...

Höfundur: Ingvi Stefánsson, formaður búgreinadeildar svínabænda.
  • Geldingar grísa voru að mestu aflagðar hérlendis árið 2016, bændur nota þess í stað bóluefni gegn galtarbragði, ekki eru gerðar sambærilegar kröfur til samkeppnislanda okkar þar sem bændur og starfsmenn svínabúa gelda grísi.
  • Ingvi Stefánsson.
    Kröfur varðandi aðbúnað og dýravelferð eru mun meiri hérlendis heldur en í þeim löndum sem við erum í samkeppni við um hillupláss.
  • Lausaganga gyltna á öllum stigum framleiðslunnar (þ.m.t. í goti) er nú þegar komin í notkun á um 20% íslenskra svínabúa og verður að fullu innleidd á allra næstu árum, engin áform liggja fyrir um lausagöngu í goti í okkar helstu samkeppnislöndum.
  • Kröfur um fjarlægðarmörk við íbúðarhús eru langtum meiri hér en í þeim löndum sem við erum í samkeppni við.
  • MÓSA (MRSA), sem er meðal algengustu sýkingarvalda í mönnum, er landlæg í svínarækt í mörgum löndum í Evrópu. Þannig mældust mótefni gegn MÓSA í 88% danskra svínabúa árið 2018.
  • Árin 2008–2016 voru skráð 7.703 tilfelli MÓSA-sýkinga í Danmörku, þar af voru 918 með uppruna frá svínabúum (MRSA 398).
  • MÓSA hefur enn ekki greinst á svínabúum í Íslandi.
  • Sökum góðrar heilnæmisstöðu í íslenskri svínarækt getum við einungis flutt inn erfðaefnið frá viðurkenndri kynbótastöð í Noregi, innflutningur frá öðrum löndum er bannaður.
  • Sýklalyfjanotkun í íslenskri svínarækt er langtum minni en í samkeppnislöndunum
  • Árið 2003 voru um 4.500 gyltur í landinu og framleidd um 6.200 tonn. Nú, 20 árum síðar, eru um 2.900 gyltur í landinu en framleiðsla síðustu 12 mánaða um 6.700 tonn.
  • Innflutningur á svínakjöti frá Evrópu hefur á síðustu 15 árum farið úr því að vera nánast enginn yfir í um 2.500 tonn á ári (umreiknað yfir í kjötskrokka).

Það sem svínaræktin leggur áherslu á við gerð nýrra búvörusamninga árið 2026 er m.a. að:

  • Jafna leikinn, þ.e. gera sambærilegar kröfur til kollega okkar erlendis varðandi dýravelferð þegar kemur að innflutningi á kjöti, 25. grein laga um velferð dýra heimilar einmitt ráðherra að setja ákvæði sem takmarka eða banna innflutning eða dreifingu dýraafurða sem framleiddar eru í andstöðu við íslensk lög.
  • Auka fyrirsjáanleika m.a. með því að minnka óvissu varðandi tollverndina, íslenskur landbúnaður mun aldrei geta þrifist og dafnað án skýrrar langtímastefnu í tollvernd.
  • Tryggja bændum aðgengi að lánsfé á kjörum sem landbúnaðurinn getur staðið undir. Einnig að koma aftur á fjárfestingarstyrkjum í greininni.
  • Vera virkir þátttakendur í að efla innlenda kornframleiðslu.
  • Einfalda regluverkið til að auðvelda endurbætur og frekari uppbyggingu nýrra svínahúsa. Núverandi umgjörð er verulega hamlandi hvað þetta varðar.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...