Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður í garðaprjóni og köðlum.

DROPS Design: Mynstur e-084-by

Stærðir: 0/3 - 6/9 - 12/18 mánaða

Hæð mælt í miðju ca: 10-12-14

Lengd mælt meðfram efri hlið ca: 39-43-47

Garn: DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50-50-50 g litur á mynd nr 50, mynta

Tölur: DROPS TALA, NR 521: 1 stk.

Prjónar: DROPS hringprjónn nr 3,5: lengd 60 cm. Kaðalprjónn

Prjónfesta: 24 lykkjur x 48 umferðir með garðaprjóni = 10 x 10 cm.
Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

SMEKKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður.

SMEKKUR: Fitjið upp 27 lykkjur í öllum stærðum á hringprjón 3,5 með DROPS Safran.
Prjónið 1 umferð slétt yfir allar lykkjur frá röngu.

UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í

GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir 21 lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (það hafa verið auknar út 6 lykkjur í umferð, 2 af þessum lykkjum hafa verið auknar út í A.1). Það eru 33 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið A.1 yfir 23 lykkjur, prjónið 3 lykkjur garðaprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (2 lykkjur fleiri). Það eru 35 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir 23 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (4 lykkjur fleiri og 2 lykkjur færri í A.1). Það eru 37 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, prjónið A.1 yfir 21 lykkjur, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (2 lykkjur fleiri). Það eru 39 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir 21 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (það hafa verið auknar út 6 lykkjur í umferð, 2 af þessum lykkjum hafa verið auknar út í A.1). Það eru 45 lykkjur í umferð.

UMFERÐ 6 (ranga): Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón fram að A.1, prjónið A.1 yfir 23 lykkjur, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni (2 lykkjur fleiri). Það eru 47 lykkjur í umferð. Prjónið eins og umferð 3 og 6 (aukið er út um 4 lykkjur frá réttu og 2 lykkjur frá röngu, A.1 hefur breytilegan lykkjufjölda með 21 eða 23 lykkjum). Prjónið þar til stykkið mælist ca 9-11-13 cm mælt fyrir miðju á A.1 – stillið af að síðasta umferðin sem prjónuð er sé umferð 2 eða umferð 6 í A.1. Prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu.

FRÁGANGUR: Festið tölu í öðrum enda á smekknum (tölunni er hneppt í gegnum eitt af götum innan við 2 kantlykkjur í garðaprjóni).

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...