Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Ein stærð, fullorðins

Efni:

100 g tvíband úr lambsull spunnið í Uppspuna fyrir Þingborg. Eins má nota 100 g Dóru-band (Þingborgarband), sem er tvíband úr lambsull. Það fæst einnig jurtalitað. Einnig má blanda saman 100 g einföldum lopa og 25 g Lovestory einbandi frá Helene Magnusson.

Allt þetta band og lopinn fæst í Ullarversluninni Þingborg. Svo má nota hvaða band sem er, sem passer við þá prjónfestu sem gefin er upp.

Prjónastærð:

Hringprjónar 3.5mm og 4 mm, 40 eða 50 sm langir
Sokkaprjónar 4 mm

Prjónfesta:

21 lykkja og 27 umferðir = 10 sm

Húfan:

Fitjið upp 112 lykkjur á minni hring- prjóninn. Prjónið stroff, 1 slétta lykkju og eina brugðna 8-10 umferðir.

Eins er hægt að hafa aðra gerð af stroffi: Prjónið 2 lykkjur brugðnar og 2 lykkjur sléttar 14 umferðir. Prjónið eina umferð með sléttu prjóni og síðan 14 umferðir í viðbót stroff. Slétta umferðin er fyrir uppábrotið á stroffinu.

Skiptið yfir á stærri prjóninn. Prjónið nú eftir mynsturblaði. Mynstrið endurtekur sig sjö sinnum. 

Úrtaka:

Takið úr samkvæmt mynsturblaði og notið sokkaprjónana þegar lykkjum hefur fækkað það mikið að ekki er lengur hægt að nota hringprjóninn. Þegar prjóninu er lokið slítið frá og skiljið eftir 40 sm langan spotta.

Notið stóra saumnál og þræðið bandið í gegnum innri kaðallykkjurnar (sjá mynd), geymið hinar lykkjurnar á prjónunum á meðan. Þræðið síðan í gegnum ytri lykkjurnar, herðið aðeins og gangið svo vel frá endanum að innanverðu.

Með þessari aðferð við frágang verður falleg stjarna í toppnum á húfunni.

Gangið frá hinum endanum. Þvoið húfuna í volgu vatni með mildri sápu, skolið og kreistið vatnið úr og leggið til þerris.

Skylt efni: húfa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...