Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar á Hesti (annar frá vinstri), ásamt Guðbjörgu, Jónasi og Guðmundi Jóhannesbörnum, sem fengu verðlaun fyrir besta nautið í árgangi 2013.
Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar á Hesti (annar frá vinstri), ásamt Guðbjörgu, Jónasi og Guðmundi Jóhannesbörnum, sem fengu verðlaun fyrir besta nautið í árgangi 2013.
Mynd / Íris Þórlaug Ármannsdóttir
Fréttir 30. apríl 2021

Jörfi frá Jörfa í Borgarbyggð stendur nú hæstur allra nauta í kynbótamati

Höfundur: GJ - HKr.

Í síðustu viku afhenti Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nauta­stöðvarinnar, verðlaun fyrir besta nautið fætt 2013. Eins og kunnugt er hlaut Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð þessa nafnbót en afhending verðlaunanna hefur tafist vegna COVID-19 faraldursins. Það var því ekki fyrr en nú sem verðlaunin voru afhent þeim systkinum og ræktendum Jörfa, Jónasi, Guðbjörgu og Guðmundi Jóhannesarbörnum.

Segja má að tímasetningin hafi hins vegar verið með ágætum því kýrnar á Jörfa eru nýfluttar í nýtt legubásafjós sem börn Jónasar byggðu en þau hafa nú tekið við búrekstri á Jörfa. Sveinbjörn sagði við þetta tækifæri að Jörfi væri eitt þeirra fáu nauta sem næði þeim vinsældum meðal bænda að sæði úr honum kláraðist. Það er í góðu samræmi við gæði Jörfa sem endurspeglast kannski hvað best í dómsorðum hans:

„Dætur Jörfa eru fremur mjólkurlagnar með há efnahlutföll í mjólk. Þetta eru meðalstórar og háfættar kýr, bolgrunnar, ekki útlögumiklar en yfirlína er bein. Malirnar eru fremur grannar, beinar og nokkuð flatar. Fótstaða er nokkuð bein og gleið. Júgurgerðin er frábær, geysimikil festa, áberandi júgurband og júgrin einstaklega vel borin. Spenar eru vel gerðir, hæfilegir að lengd og þykkt og mjög vel settir. Mjaltir þessara kúa eru í góðu meðallagi og gallar í mjöltum fátíðir. Skapið er um meðallag.“

Jörfi frá Jörfa.

Hæstur allra nauta í kynbótamati

Þess má geta að Jörfi stendur nú hæstur allra nauta í kynbótamati fyrir júgur og endingu og er eitt af alhæstu nautum í heildareinkunn. Jörfi var undan hinu mikla kynbótanauti Birtingi 05043 Gústu 643 Skurðsdóttur 02012. Gústa var fædd á Brúnastöðum í Flóa en keypt sem kvíga að Jörfa þar sem hún ól sinn fyrsta kálf. Jörfi á því ekki langt að sækja afbragðsgóða júgurgerð og góða byggingu en þess má geta að móðuramma hans, Þvara 500 á Brúnastöðum, fékk á sínum tíma 92 stig í útlitsdómi sem þótti á þeim tíma einstakt.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Nautastöð BÍ óska Jónasi, Guðbjörgu og Guðmundi innilega til hamingju og senda þeim sínar bestu kveðjur og þakkir fyrir ræktun Jörfa fyrir hönd íslenskra kúabænda. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...