Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kennarinn Jón Stefánsson með Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.
Kennarinn Jón Stefánsson með Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.
Mynd / Mynd / umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Fréttir 16. september 2019

Jóni Stefánsson hlaut viðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Höfundur: smh

Dagur íslenskrar náttúru er í dag. Í tilefni dagsins veitti Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra tvær viðurkenningar vegna framlaga til náttúruverndar. Sagafilm hlaut Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir sjónvarpsþættina Hvað höfum við gert? og Jóni Stefánssyni var veitt Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti.

Aðstandendur sjónvarpsþáttaraðarinnar Hvað höfum við gert? með Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra og Rögnu Söru Jónsdóttur, formanni dómnefndar, sem er lengst til vinstri. Mynd / umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Í rökstuðningi dómnefndar vegna Fjölmiðlaviðurkenningarinnar segir að með þáttaröðinni hafi Sagafilm tekist að setja loftslagsmálin rækilega á dagskrá í íslensku samfélagi. „Í þáttaröðinni, sem er einstök í íslenskri fjölmiðlasögu, er fjallað með grípandi hætti um loftslagsbreytingar af manna völdum; hvernig þessar breytingar munu að líkindum hafa áhrif á samfélag mannanna hér á landi og víðar, en um leið var sjónum beint að því hvað þarf að gera til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem og til að milda áhrif þeirra breytinga sem yfirvofandi eru á veðrakerfum og náttúru Jarðarinnar,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.

Í rökstuðningi fyrir Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti segir að Jón Stefánsson hafi skarað fram úr sem kennari „með sínum óþrjótandi áhuga á að nýta nærumhverfi barnanna – náttúruna á heimaslóðum þeirra – til kennslu, rannsókna og upplifunar.“ Þannig hafi nemendur í Hvolsskóla verið virkir þátttakendur í fjölda náttúrutengdra verkefna og fundið á eigin skinni hvernig náttúran breytist og bregst við athöfnum mannanna. Má þar nefna vistheimtarverkefni sem Hvolsskóli hefur tekið þátt í frá 2013 þar sem nemendurnir beita viðurkenndum rannsóknaraðferðum við að kanna áhrif og árangur ólíkra aðferða við landgræðslu; gróðursetningu trjáplantna við rætur Heklu og; mælingar sjöundubekkinga á hopi Sólheimajökuls sem staðið hafa yfir frá 2010 og vakið hafa heimsathygli. „Með elju sinni, ástríðu og hugmyndaauðgi hefur Jón haft ómetanleg áhrif á hundruð barna sem hafa verið svo lánsöm að hafa haft hann sem kennara,“ segir í rökstuðningnum.

Dómnefndin sem útnefndi Sagafilm sem handhafa Fjölmiðlaverðlaunanna var skipuð þeim Rögnu Söru Jónsdóttur, sem var formaður, Kjartani Hreini Njálssyni og Valgerði Önnu Jóhannsdóttur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f