Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pétur Jóhann Sigfússon er gestur Jóns Gnarr í hlaðvarpsþættinum Kaupfélagið.
Pétur Jóhann Sigfússon er gestur Jóns Gnarr í hlaðvarpsþættinum Kaupfélagið.
Mynd / TB
Fréttir 9. apríl 2021

Jón Gnarr og Pétur Jóhann Sigfússon taka tal saman í Kaupfélaginu

Fyrsta launaða sumarvinna leikarans Péturs Jóhanns Sigfússonar var sem léttapiltur á Hótel Sögu í Vesturbæ Reykjavíkur. Áður hafði hann verið sendur í sveit þar sem móðir hans vildi ekki að hann mældi göturnar í borginni eins og hún orðaði það. Vinnuna í Bændahöllinni fékk Pétur Jóhann í gegnum sambönd en æskuvinur hans var Garðbæingurinn Guðmundur Steingrímsson.

„Steingrímur Hermannsson, pabbi hans, blessuð sé minning hans, hann reddaði þessari vinnu fyrir okkur báða. Hérna vorum við að pikkalóast eins og það var kallað. Þvílíkt ævintýri og nánast eins og að vera á skemmtiferðaskipi því þetta var algjör ævintýraheimur,“ segir Pétur Jóhann sem starfar nú sem móralskur leiðbeinandi hjá veitingafyrirtækinu Gleðipinnum, starf sem hann þróaði sjálfur í samvinnu við eigendur fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Kaupfélagið þar sem kaupfélagsstjórinn Jón Gnarr spjallar við Pétur Jóhann um heima og geima. Þeir ræða um sveitastörf að fornu og nýju, fyrirgreiðslupólitík af gamla skólanum, fyrrgreind pikkalóstörf Péturs Jóhanns á Hótel Sögu og um svæsin mígreniköst Jóns sem hafa dregið dilk á eftir sér.

Að sjálfsögðu sitja þeir í hljóðstofu með Bændablaðið fyrir framan sig sem kveikir ótal hugmyndir og hugrenningatengsl hjá þessum gömlu vinum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþætti Hlöðunnar hér á bbl.is en einnig á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...