Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jólasokkur fyrir hnífapörin
Hannyrðahornið 8. desember 2015

Jólasokkur fyrir hnífapörin

Höfundur: Guðrún María

Hugmyndina af þessum sokk sá ég á netinu í fyrra. Þykir þetta skemmtileg skreyting á jólaborðið en þar sem ég fann ekki uppskrift, setti ég þessa saman. 

Garnið í sokkana fáið þið hjá Handverkskúnst og endursöluaðilum víða um land. Á heimasíðunni www.garn.is finnið þið lista yfir endursöluaðila okkar. 

Garn:  Kartopu Kar-Sim

- Litur 1: rauður nr KS150, 1 dokka

- Litur 2: hvítur nr KS010, 1 dokka

Prjónar: Sokkaprjónar nr 3,5

Prjónfesta:

28 lykkjur slétt prjón = 10 sm

Skammstafanir:

L – lykkja / lykkjur

2Ss – prjónið 2 lykkjur slétt saman

Kaðll:

Umferð 1-6: Prjónið *1L slétt, 1L brugðin, 4L slétt, 1L brugðin* Endurtakð *-* út umferðina

Umferð 7: Prjónið *1L slétt, 1L brugðin, setjið 2 lykkjur á hjálparprjón fyrir framan stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt og síðan lykkjurnar af hjálparprjóni slétt, 1L brugðin* Endurtakið frá *-* út umferðina

Aðferð:

Sokkurinn er prjónaður í hring á sokkaprjóna. Hællinn er mótaður með styttum umferðum.

Fitjið upp 24 lykkjur með lit 2 og prjónið stroff, 14 umferðir (2L slétt og 2L brugðið). Skiptið yfir í lit 1 og prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 4 lykkjur = 28 lykkjur á prjóninum.

Prjónið 2 kaðla + fyrstu 2 umferðir af 3ja kaðli en þá er komið að hæl.

Hæll:

Hællinn er prjónaður í garðaprjóni (allar umferðir slétt prjón) með styttum umferðum yfir 13 lykkjur (færið fyrstu lykkju á prjóni 1 yfir á hægri prjón og prjónið hæl yfir næstu 13 lykkjur):

Umferð 1: Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir á vinstri prjóni, takið lykkjuna óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 2:   Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir á vinstri prjóni, takið lykkjuna óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 3: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 2 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.

Umferð 4: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á vinstri prjónim, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 2 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.

Umferð 5: Prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 3 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.

Umferð 6: Prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 3 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.

Umferð 7: Prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 4 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.

Umferð 8: Prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 4 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.

Nú byrjum við að taka lykkjurnar sem geymdar voru í umferðunum á undan aftur með í prjónið.

Umferð 9: Prjónið 6 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 10: Prjónið 7 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 11: Prjónið 8 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 12: Prjónið 9 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 13: Prjónið 10 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 14: Prjónið 11 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 15: Prjónið 12 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 16: Prjónið 13 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Nú hefur hællinn verið mótaður. Haldið áfram að prjóna kaðlamunstur þar sem frá var horfið (byrjið á umferð 3 í kaðli). Þegar prjónaðir hafa verið 6 kaðlar (talið frá stroffi) hefst úrtaka á tá.

Úrtaka:

Prjónið *2Ss, 2S* endurtakið *-* út umferðina

Prjónið *2Ss, 1S* endurtakið *-* út umferðina

Prjónið 2Ss út umferiðna

Slítið bandið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Gangið frá endum, þvoið sokkinn og leggið til þerris.

 

Prjónakveðja,

Guðrún María

www.garn.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f