Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Æfingaferlið er skemmtilegt eins og sjá má hér bak við tjöldin en af 24 manna leikhópi eru 16 börn í sýningunni.
Æfingaferlið er skemmtilegt eins og sjá má hér bak við tjöldin en af 24 manna leikhópi eru 16 börn í sýningunni.
Mynd / Aðsend
Áhugaleikhús 6. nóvember 2023

Jólasaga Dickens

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Eitt öflugasta áhugaleikfélag landsins, Leikfélag Keflavíkur, setur nú upp hina víðfrægu Jólasögu Dickens, sem samin var árið 1842 af enska rithöfundinum Charles Dickens.

Hann var afar vinsæll og afkasta- mikill rithöfundur, en eftir gott gengi þessarar frægu sögu tók hann þá ákvörðun að hann skyldi skrifa svo að segja eina jólasögu á ári það sem eftir væri ævinnar.

Sagan fjallar, eins og flestir vita, um nirfilinn og fyrirtækjaeigandann hann Scrooge sem hefur ímugust á jólahaldi – og raunar öllu því sem felur í sér gleði eða fjárútlát þó hann eigi fleiri aura en hann kann að telja. Á jólanótt heimsækir hann draugur fyrrverandi sameiganda hans – sem segist hafa verið dæmdur til heljar eftir dauðann fyrir framkomu sína og hegðun í lifanda lífi. Flytur hann þær fréttir að Scrooge eigi von á heimsókn þriggja jólaanda sem munu reyna að leiða hann á betri vegu. Scrooge bregður við, en telur þetta hið mesta rugl.
Það reynist ekki rétt og er hann leiddur í gegnum líf sitt, fortíð, framtíð og loks nútíð, sem verður til þess að hann ákveður að bæta ráð sitt, gera betur og létta öðrum lífið eins vel og hann kann.

Leikfélag Keflavíkur hefur haft ærið gaman af að setja þessa sýningu upp, en að henni koma rúmlega 50 manns og líkt og alltaf er líf og fjör í mannskapnum. Þess má geta að af 24 manna leikhópi eru 16 börn en sýningin er sett upp í samstarfi við Regnbogaraddir, barnakór Keflavíkurkirkju, og í honum eru um það bil 25 börn á grunnskólaaldri.

Um ræðir nútímauppfærslu af sögunni sem gerist í hvorki meira né minna en í Reykjanesbæ samtímans, en leikgerðin er skrifuð af þeim Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaugi Ómari Guðmundssyni.

Leikstjóri er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og danshöfundur Sigríður Rut Ragnarsdóttir Ísfeld.
Stefnt er á frumsýningu þann 10. nóvember í húsnæði félagsins að Vesturbraut 17 í Reykjanesbæ. Miða má nálgast á tix.is og miðaverð er 3.000 krónur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...