Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jólamatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina
Líf og starf 15. desember 2023

Jólamatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Jólamatarmarkaður Íslands verður haldinn í Hörpu í Reykjavík um næstu helgi.

Þá koma bændur, smáframleiðendur matvæla og sjómenn í borgina til að kynna sínar vörur þar sem áhersla verður á uppruna matvælanna, umhyggju framleiðenda fyrir sínum afurðum og upplifun neytenda.

Þær Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir hafa haldið markaðinn í anda Slow Food- hugsjónarinnar fyrir jólin ár hvert allt frá árinu 2012, fyrstu tvö árin fyrir utan verslunina Búrið í Nóatúni en síðan í Hörpu. Að sögn Eirnýjar er hugmyndin að tengja neytendur beint við framleiðendur og bjóða matvörur þar sem slagorð Slow Food hefur verið haft í hávegum við framleiðsluna, „Good, Clean and Fair“.Við höfum það til dæmis sem reglu að framleiðandi vöru verður að vera á markaðnum til að miðla þekkingu, svara spurningum og fá tengingu við neytendur. Margir framleiðendur hafa verið með okkur frá upphafi og hafa mótað viðburðinn með okkur. En alltaf gaman að bjóða nýja framleiðendur velkomna í matarmarkaðs- fjölskylduna. Af þeim sem koma nýir á markaðinn er gaman að segja frá geitabændunum á Brúnastöðum í Fljótum sem koma í fyrsta skiptið með ostaframleiðslu sína,“ segir Eirný. Aðgangur á markaðinn er ókeypis báða dagana, laugardag 16. og sunnudag 17. desember, en opið er frá kl. 11-17.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...