Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Spægipylsu-keilur.
Spægipylsu-keilur.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 22. nóvember 2019

Jólalegir smáréttir fyrir aðventuna

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Aðventan er á næsta leiti og þá er tilvalið að gera vel við sig með jólalegum smáréttum.  
 
Spægipylsu-keilur fylltar með rjómaosti
 
Rúllið einfaldlega upp sneið af spægipylsu, skerið aðeins í hana til að mynda keilulaga „cone“ og fylltu með rjómaosti. Meðlæti að eigin vali, til dæmis spægipylsubitar, ásamt ferskum jarðarberjum með pipar og kóríander.
  • 200 g mjúkur rjómaostur
  • 1 tsk. pipar að eigin vali
  • 3 msk. sneidd jarðarber 
  • 2 msk fínt skornir teningar spægipylsu
  • 300 g  spægipylsa, þunnt skorin (hægt að steikja sneiðarnar fyrst til að fá stökka áferð)
  • Nokkur blöð ferskur kóríander 
 
Setjið rjómaost í sprautupoka.
 
Skerið spægipylsusneiðar í tvennt.  Snúið hverri sneið til að mynda í keilulaga „cone“ og sprautið rjómaosti inn í keilurnar.  
 
Setjið hverja keilu á fat eða lokið með tannstönglum og skreytið með meðlæti að eigin vali.
 
 
Lamb Tartare Crostini
  • 300 g góður lambavöðvi eða 
  • hangikjöt til hátíðarbrigða 
  • 1 msk. Worcestershire sósa (sleppa með hangikjöti því það er 
  • saltað fyrirfram)
  • ¼ sítróna, safinn
  • ¼ tsk. capers
  • ½ skalottlaukur, hakkaður fínt
  • Saltið og piprið eftir smekk (en munið að hangikjöt er saltara).
  • 100 g rauðrófur úr dós í bitum 
  • Steinselja til skreytinga
  • 6 ristaðar crostini brauðsneiðar (til dæmis baguette-brauð)
Hægt er að skreyta og bragðbæta með þunnt skorinni sellerírót kryddaðri með sveppamauki og jafnvel mísó-kryddi (en má sleppa).
 
Frystið lamb í 30 mínútur.
 
Fjarlægið lambakjötið úr frystinum. Skerið lambið í þunnar sneiðar. Skerið síðan í mjög litla bita.  Gangið úr skugga um að allir sé fínt skorið. Blandið salti (hangikjöt er forsaltað), pipar, Worcestershire-sósu, sítrónusafa, capers og skalottlauk í litla skál. Smakkið til með rauðrófunum og kryddið eftir smekk.
 
Bætið blöndunni við lambið og bætið eggjarauðu við. Blandið vel saman.
 
Berið fram ofan á ristuðu crostini. Gott er að velta rótargrænmeti upp úr sveppamauki.
 
Toppið með steinselju til að skreyta.
 
Exotískur hunangs Dijon gljáður hamborgarhryggur.
 
 
Exótískur hunangs Dijon gljáður hamborgarhryggur
  • 1 hamborgarhryggur
  • Gljái:
  • 2 msk. engifer appelsínu marmelaði
  • 2 msk. dijon hunangs sinnep
  • 2 msk. mosvado sykur
  • 1 tsk. saxaður engifer
  • 1 tsk. passion fruit (passíualdin) má sleppa
 
Fyrir 6–8
Hægt er að krydda til hamborgar­hrygg með því að bæta ferskum og framandi bragðtegundum við án þess að rjúfa fjölskylduhefðirnar.
 
Eldið hamborgarhrygginn eftir leiðbeiningum framleiðenda, gott að láta í pott, láta suðuna koma upp og leyfa honum að liggja í soðinu.
 
Svo er hryggurinn gljáður með exótíska gljáanum okkar sem gott er að hræra saman kvöldið áður.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...