Hér er hreindýrið Birgitta Brynjarsdóttir að hughreysta jólaköttinn, hann Hall ... sem virðist alveg vera á síðustu metrunum.
Hér er hreindýrið Birgitta Brynjarsdóttir að hughreysta jólaköttinn, hann Hall ... sem virðist alveg vera á síðustu metrunum.
Mynd / Bubbi photography
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir telja sig vera. Margir kannast þó við að passa ekki alltaf inn í eða vera frábrugðinn öðrum, meira að segja jólakötturinn!

Jólasýning Freyvagnsleikhússins að þessu sinni hleypir gestum sínum inn í hugarheim jólakattarins sjálfs, sem fær algerlega nóg af gleðinni í kringum sig og ákveður að fara að heiman, fúll og önugur. Um ræðir hugljúft jólaævintýri eftir formann Freyvangs, Jóhönnu S. Ingólfsdóttur, sem byggir söguna á hinum alíslenska jólaketti auk annarra vel þekktra sögupersóna.

Jóhanna sér um leikstjórn verksins sem frumsýnt er þann 21. nóvember kl. 20 og hentar öllum aldurshópum. Tónlistin er í höndum Eiríks Bóassonar, sem frumsemur tónana – nú í þriðja sinn fyrir barnaleikrit að jólum í Freyvangsleikhúsinu. Hallur Örn Guðjónsson er í aðalhlutverki og er stórskemmtilegur í hlutverki hins önuga jólakattar.

Miða má finna á Tix en til viðbótar verða sýningar allar helgar fram að jólum klukkan 13.

Skylt efni: freyvangsleikhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...