Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Höfundur: Prjónakveðja Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

DROPS mynstur: ne-132

Stærð: Passar á 0,75 l flösku.

Garn: DROPS Nepal fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is
- 100gr af natur, nr 0100.
- 50gr af granatepli, nr 3608

Prjónar: nr 5 – eða sú stærð sem þarf til að 17 lykkjur með sléttuprjóni verði 10 cm á breidd.

Garðaprjón (prjónað í hring): *1 umf slétt og 1 umf brugðið *, endurtakið frá *-*.

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.2.

Flöskuhulstur 1 (granatepli): Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 36 l á sokkaprjóna nr 5 með granatepli. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú síðan A.1 2 sinnum á breidd. Þegar A.1 hefur verið prjónað 5 sinnum á hæð eru prjónaðar 4 umf garðaprjón. Stykkið mælist ca 20 cm. Fellið af.

Flöskuhulstur 2 (natur): Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 48 l á sokkaprjóna nr 5 með natur. Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið nú A.2 2 sinnum á breidd. Þegar stykkið mælist ca 22 cm (stillið af eftir 4. umf í A.2) prjónið nú 1 umf br yfir allar l. Næsta umf er prjónuð þannig: * Prjónið 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn *, endurtakið frá *-*. Næsta umf er prjónuð br. Prjónið nú stroff 2 l sl, 2 l br. Þegar stykkið mælist 32 cm fellið af með sl yfir sl og br yfir br.

Snúra: Klippið 2 þræði ca 1,5 metra með natur. Tvinnið þræðina saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá tvinnar hún sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Þræðið snúruna upp og niður í gataumferðina á hulstrinu og hnýtið slaufu yfir einn kaðalinn.

Þetta er síðasta uppskriftin frá okkur á árinu og viljum við því nýta tækifærið og þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Okkar bestu óskir um kósíheit og gleði á aðventunni og yfir jólahátíðina.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...