Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Höfundur: Margrét Jónsdóttir.

Ein stærð

Efni: 50 g hvítur þrefaldur Þingborgarlopi og 50 g Slettuskjótt, skærrautt, sem er litaður tvöfaldur Þingborgarlopi.

Áhöld: 40 eða 50 sm hringprjónar 4.5 mm og 6 mm.

Húfan: Fitjið upp með hvíta lopanum 68 lykkjur á 4,5 mm prjóninn. Prjónið stroff 2 sléttar og 2 brugðnar 10-12 sm. Þegar stroff er hálfnað prjónið eina umferð slétta fyrir uppábrotið á húfunni.

Skiptið yfir á 6 mm prjóninn og prjónið tvær umferðir með rauða litnum. Aukið um 2 l í seinni umferðinni jafnt yfir prjóninn.

Þá er prjónað áfram. Takið fimmtu hverja lykkju óprjónaða tvær umferðir í röð og prjónið þær í þeirri þriðju.

Endurtakið þetta 6 sinnum. Þá ættu að vera komnar u.þ.b. 25 umferðir. Þá byrjar úrtaka.

Takið úr á öðrum hverjum stað þar sem lykkjur eru teknar óprjónaðar.

*Takið yfir á hægri prjóninn tvær lykkjur í einu óprjónaðar, prjónið eina lykkju og steypið þeim óprjónuðu yfir báðum í einu, þannig verður miðjulykkjan ofaná*

Endurtakið umferðina á enda. Hættið að taka óprjónaða lykkjur á þessum stað eftir fyrstu úrtöku en haldið áfram með hinar húfuna á enda. Prjónð 10 umferðir án úrtöku og endurtakið hana síðan, en tekið er úr alls fjórum sinnum á þennan hátt.

Þá ættu að vera 15 lykkjur eftir á prjóninum, slítið frá og notið nál til að þræða í lykkjurnar og gangið vel frá endanum. Búið til dúsk að vild.

Hægt er að hafa húfuna dýpri ef vill, þá þarf að eiga meiri lopa. Eins er hægt að stækka hana á þverveginn, þá þarf að bæta við minnst fjórum lykkjum á stroff og fimm á hinn hlutann.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f