Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Dráttarvél ársins 2022 er John Deere 7R 350.
Dráttarvél ársins 2022 er John Deere 7R 350.
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

Höfundur: Hörður Kristjánsson

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evrópskra blaðamanna. Þá er John Deere 6120M AutoPowr dráttarvélin valin dráttarvél ársins hvað gagnsemi varðar.

Dráttarvél ársins, Tractor of the Year (TotY), er alþjóðleg verðlaun sem hópur óháðra blaðamanna sem sérhæfa sig í landbúnaðartækjum veitir árlega besta traktornum á evrópskum markaði. Höfuðstöðvar þessarar keppni, eða verðlaunaúttektar, eru á Ítalíu.

Reform Metrac H75 Pro.

Alþjóðlega dómnefndin er skipuð 26 fulltrúum fjölbreyttra miðla sem koma út í pappírsútgáfu, sem tímarit og á vefnum, sem landbúnaðarsjónvarpsþættir, samfélagsmiðlar og svo fleira. Blaðamennirnir eiga það sammerkt að sérhæfa sig í umfjöllun um landbúnað og tæki tengd þeirri grein.

Verðlaunin fyrir dráttarvél ársins voru fyrst veitt árið 1998 að frumkvæði ítalska tímaritsins Trattori.

Strax í árdaga voru næstum öll helstu landbúnaðarblöðin í Evrópu sem tóku þátt í þessu verkefni. Ár eftir ár hefur dómnefndin verið að vaxa að því marki sem nú er, með fulltrúa frá 25 löndum.

Dómnefndin og TotY verkefnin halda áfram viðleitni sinni við að leita að bestu tækninni og lausnunum sem til eru á markaðnum.

New Holland T6.180 Methane Power.

Aðrir vinningshafar í keppninni um dráttarvél ársins 2022 voru Reform Metrac H75 Pro, sem hlaut verðlaun fyrir sérhæfð landbúnaðartæki og New Holland T6.180 Methane Power, sem hlaut verðlaun sem sjálfbærasta dráttarvél ársins 2022. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...