Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku
Lesendarýni 19. febrúar 2015

Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku

Höfundur: Ásmundur Einar Daðason alþingismaður Framsóknarflokksins
Víða á landsbyggðinni var mikið fjallað um jöfnun raforkukostnaðar fyrir síðustu kosningar. Flestir stjórnmálaflokkar og þar með talinn Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á að jafna þennan kostnað. 
Til þess að það náist til frambúðar þá þarf að endurskoða núverandi löggjöf hvað þetta snertir. Þessi stefna er mörkuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir orðrétt: „Unnið verður að jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar.“ Til að þrýsta á framgang málsins þá hefur undirritaður ítrekað tekið málið upp, nú síðast í umræðum á Alþingi 2. febrúar sl. 
 
Staða málsins er sú að iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp um jöfnun á dreifingarkostnaði raforku en það mál er nú í vinnslu á Alþingi og klárast nú á vorþingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lagt verði sérstakt jöfnunargjald á þá raforku sem fer um dreifikerfi dreifiveitna með það að markmiði að standa undir fullri jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda, þ.e. heimila og fyrirtækja sem fá raforku sína beint frá dreifiveitunum. Þetta þýðir að kostnaður við dreifingu raforku verður sá sami óháð því hvort viðkomandi er búsettur í þéttbýli eða dreifbýli.
 
Það er einnig réttlætismál að jafna raforkukostnað þeirra sem búa á köldum svæðum og þar hafa verið til skoðunar ýmsar leiðir. Ríkisstjórnin mun á næstu vikum leggja fram þingmál á Alþingi sem miðar að því að jafna að fullu húshitunarkostnað á köldum svæðum. Það er síðan mikilvægt að Alþingi nái að klára það mál nú á vorþingi þannig að þetta komist til framkvæmda sem fyrst. 
 
Ríkisstjórnin mun jafna húshitunarkostnað á köldum svæðum og dreifikostnað raforku í dreifbýli. Það er mikilvægt að aðgerðirnar séu til frambúðar og að þær komist til framkvæmda fyrr en síðar. Með tilliti til byggðasjónarmiða og jafnræðis til búsetuvals, er ekki verjandi að verð á jafn mikilvægum nauðsynjum og rafmagni og húshitunarkostnaði skuli vera jafn breytilegur milli landsvæða og raun ber vitni.

Skylt efni: húshitun | dreifing raforku

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...