Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jesper Krabbe og Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumeistari Grillsins, hjálpast að við kjötréttinn; lamb, hvítlauksmauk og jurtir.
Jesper Krabbe og Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumeistari Grillsins, hjálpast að við kjötréttinn; lamb, hvítlauksmauk og jurtir.
Mynd / smh
Líf og starf 17. mars 2016

Jesper Krabbe gestakokkur Grillsins bar sigur úr býtum

Höfundur: smh
Fjórir bestu gestakokkarnir á matarhátíðinni Food and Fun kepptu til úrslita á laugardaginn síðastliðinn um nafnbótina Food and Fun-kokkur ársins 2016. Jesper Krabbe, gestakokkur á Grillinu, bar sigur úr býtum.
 
Jesper Krabbe starfar á veitingastaðnum Henne Kirkeby Kro á Vestur-Jótlandi í Danmörku. Síðastliðin tvö ár hefur hann komið með Paul Chunningham, sem er yfirmatreiðslumaður á Henne Kirkeby Kro, og aðstoðað hann sem gestakokkur á Grillinu. Að þessu sinni kom Jesper Krabbe með sinn matseðil og áhrif sem þykir falla vel að matreiðslu Grillsins. Hún einkennist af létt- og einfaldleika, þar sem mikið er lagt upp úr fyrsta flokks hráefni úr nærumhverfinu.
 
Matseðillinn samanstóð af humar, sandhverfu, lambi og handgerðu Omnom-súkkulaði.
Matarhátíðin stóð yfir frá 2.–6. mars, á mörgum af bestu veitingastöðum borgarinnar, en nítján staðir tóku þátt að þessu sinni. 
 
Um 300 gestakokkar komið á Food and Fun
 
Þetta er 15. árið sem hátíðin er haldin, en upphaf hennar má rekja til þess að þeir félagar Sigurður L. Hall og Baldvin Jónsson vildu gæða veitingahúsaflóruna í borginni lífi á þeim árstíma þegar hvað daufast var yfir henni.
 
Baldvin segir að þegar hann horfi til baka standi það upp úr hvernig allt yfirbragð hátíðarinnar hafi breyst. Fyrsta árið áttu þeir í hálfgerðum vandræðum með að fá átta góða staði til að taka þátt, en núna leika þeir sér að því að fá 19 þátttakendur. Hann segir að það sé orðið mjög eftirsótt að koma og fá að taka þátt og honum reiknast til að um 300 gestakokkar hafi komið á þessum tíma. Færri komist að en vilja.
 
Hann segir það líka ánægjuefni að hann verði sífellt var við aukinn áhuga Íslendinga að fara út að borða á þessum tíma. Fólk skipuleggi það gjarnan með góðum fyrirvara í dagbókum sínum hvar og hvenær það ætli að fara út að borða og fórni jafnvel utanlandsferðum. 

9 myndir:

Skylt efni: food and fun | Grillið

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...