Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stjórnarformanni JCB, Lord Bamford, var við hátíðlega athöfn í London fyrir skömmu veittur Dewar-verðlaunagripur Royal Automobile Club fyrir þróun fyrirtækisins á vetniseldsneytismótor. Þetta er í þriðja sinn sem nýjungar JCB eru heiðraðar með Dewar-bikarnum.
Stjórnarformanni JCB, Lord Bamford, var við hátíðlega athöfn í London fyrir skömmu veittur Dewar-verðlaunagripur Royal Automobile Club fyrir þróun fyrirtækisins á vetniseldsneytismótor. Þetta er í þriðja sinn sem nýjungar JCB eru heiðraðar með Dewar-bikarnum.
Mynd / JCB
Fréttir 12. janúar 2022

JCB fékk Dewar verðlaunin fyrir þróun vetnismótors

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Ofursparneytin vetnisvél JCB hefur unnið til einna elstu og virtustu verðlauna í breskri bílaverkfræði sem veitt eru til að heiðra tæknilegan árangur.

Við hátíðlega athöfn í London fyrir skömmu var stjórnarformanni JCB, Lord Bamford, veittur Dewar-verðlaunagripur Royal Automobile Club fyrir þróun fyrirtækisins á vetnismótor. Þetta er í þriðja sinn sem nýjungar JCB eru heiðraðar með Dewar-bikarnum.

Síðast hlaut JCB þessa viðurkenningu árið 2019 fyrir kynningu á 19C-1E rafmagns smágröfu. Þá hreppti JCB Dewar-bikarinn árið 2007 eftir að JCB Dieselmax liðið setti dísilknúið landhraðamet upp á 350,092 mílur á klukkustund (563,418 km) á Bonneville saltsléttunum í Bandaríkjunum.JCB hefur verið brautryðjandi hvað varðar þróun aflrásar síðan það byrjaði að smíða sínar eigin vélar árið 2004. Það siðferði hefur haldið áfram með nýjustu vetnisknúnu vélunum, sem eru hvetjandi sambland af núverandi sérfræðiþekkingu og næstu kynslóðartækni.

„Við erum afar stolt af því að Royal Automobile Club hefur valið að afhenda JCB Dewar-bikarinn í þriðja sinn. Nýju vetnisknúnu vélarnar okkar geta verið settar í framleiðslu tiltölulega fljótt og það er mikilvægt og brautryðjandi skref í átt að kolefnislausri framtíð og vitnar um ótrúlega hæfileika bresku verkfræðinganna okkar,“ sagði Anthony Bamford.

Sérhannaður núll CO2 vetnismótor JCB var hannaður eftir að verkfræðingar fyrirtækisins fengu áskorun um það frá Anthony Bamford. Nýlega hannaði mótor­inn sameinar núverandi sérfræði­þekkingu og innviði í aðfangakeðju JCB. Fyrirtækið fjárfesti um 100 milljónir punda í verkefninu og er með tvær frumgerðir vetniseldsneytisvéla í prófun. Þær eru í gröfu og Loadall skotbómulyftara. 

Skylt efni: vetni | vetnismótor | JCB

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...