Jarmað, hneggjað, baulað ...
Af vettvangi Bændasamtakana 10. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Halla Hrund Logadóttir er flutningsmaður þingsályktunartillögu um afmörkun á uppbyggingu vindorkuvera sem nú er fyrir umhverfis- og samgöngunefnd. Þar er lagt til að fela umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að móta stefnu sem leggur grunn að afmörkun á uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi í ljósi áhrifa þeirra á náttúru og vistkerfi:

„Í stefnunni skal koma fram skýr afmörkun landsvæða þar sem reisa má vindorkuver, hversu umfangsmikil þau megi vera á hverju svæði fyrir sig, hvaða markmið þau eigi að styðja, ásamt sjónarmiðum um eignarhald og áhrif á samfélagið. Stefnan skal leggja grunn að því að uppbygging vindorku sé unnin í skrefum á grunni varúðar og lærdóms með langtímahagsmuni þjóðarinnar í huga.“

Í greinargerð með tillögunni koma fram ýmsar forvitnilegar upplýsingar um vindorku á Íslandi. Samanlagt afl vindorkuverkefna í skoðun hér á landi er nú til að mynda meira en allt uppsett afl raforkukerfisins sem byggst hefur upp á mörgum áratugum. Flest verkefni í vindorku eru á höndum einkaaðila og segir í greinargerðinni að engin umræða hafi farið fram um þá breytingu sem stefnir í að verði á eignarhaldi grundvallarinnviða þjóðarinnar ef ekkert verður aðhafst. Í greinargerðinni segir:

„Til þessa hefur nýting orkuauðlinda á Íslandi skilað samfélaginu beinum arði, m.a. í gegnum fyrirtæki sem eru í eigu þjóðarinnar eða sveitarfélaga. Sú breyting gæti orðið að beinn arður af vindorku fari síður til samfélagsins nema sérstakar reglur séu settar. Þegar um auðlindanýtingu er að ræða er lágmark að útfæra löggjöf þannig að auður streymi áfram til þjóðarinnar. Enn hefur það ekki verið gert og spurningunni um hvort almenningur vilji almennt breyta eignarhaldi á orkuauðlindum hefur heldur ekki verið svarað.“

Einnig er bent á skort á framtíðarsýn um það hvar vindorkuver megi rísa sem leitt hafi til þess „að sprottið hafa upp tugir verkefna sem eru til skoðunar í rammaáætlun. Samþykki landeigenda þarf ekki að liggja fyrir til að virkjunarkostir séu teknir til skoðunar í rammaáætlun eða í umhverfismati sem þýðir að hægt er að setja af stað matsferli án samráðs við þá.“

Ýmislegt fleira vantar inn í framtíðartilhögun vindorkuverkefna hér á landi. Ljúka þarf við regluverk vindorku á hafi, segir í greinargerðinni, „en erlend orkufyrirtæki sækjast þegar eftir nýtingu hér við land og mikilvægt að við gefum ekki hafsvæði frá okkur án endurgjalds heldur leigjum það gegn gjaldi og til ákveðins tíma líkt og aðrar þjóðir hafa gert. Flest ríki líta nú til vindorku á hafi, m.a. vegna deilna um umhverfisáhrif vindorku á landi.“

Enn fremur skortir á stefnu um það hvernig skuli nýta vindorkuna. Sú umræða snýr raunar einnig að frekari beislun vatnsafls hér á landi. Ekki er seinna vænna að taka til hendinni í þessum efnum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...