Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 14. október 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Er fólk að tala saman í þessari ríkisstjórn? Fátt bendir til þess.

Fyrir stuttu kynnti forsætisráðherrann atvinnustefnu sína til næstu tíu ára sem „vaxtarplan“ og „hagvaxtarstefnu“ með áherslu á „einföldun regluverks“ sem liðki fyrir leyfisveitingum í orkumálum, svokallaðri léttingu á byggingareglugerð og jafnlaunavottun og svo var lögð áhersla á nýja byggðastefnu sem var trommuð upp með orðunum: „Tími stórframkvæmda er runninn upp á ný.“

Nokkrum dögum seinna stígur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fram á vef ráðuneytis síns og kynnir nýja skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu (EEA) þar sem því er haldið fram að „umhverfi Evrópu standi frammi fyrir stórum áskorunum, sérstaklega náttúra álfunnar sem heldur áfram að hnigna“. Hröðun loftslagsbreytinga er einnig mikið áhyggjuefni samkvæmt skýrslunnni: „Þessi hnignun náttúru og umhverfis felur í sér mikla áhættu fyrir efnahagslega velmegun, öryggi og lífsgæði í Evrópu.“

Í fréttinni segir að skýrslan leggi áherslu á „að loftslagsbreytingar og hnignun umhverfis ógni samkeppnishæfni Evrópu“. Lausnirnar séu hins vegar þessar: „Aðgerðir sem miði að því að vernda náttúruauðlindir, draga úr loftslagsbreytingum, aðlagast þeim og draga úr mengun muni á hinn bóginn auka seiglu samfélagsins. Þetta á sérstaklega við grunnþætti á borð við matvælaöryggi, drykkjarvatn og flóðavarnir.“

Jóhann Páll tekur undir þetta allt þótt hann leggi jafnframt áherslu á sérstöðu Íslands: „Þrátt fyrir að staða Íslands í ýmsum samanburði sé góð þá eru niðurstöður skýrslunnar sláandi fyrir álfuna í heild. Á sama tíma og Evrópa hefur verið leiðandi í loftslagsaðgerðum og samdrætti í losun er hún sú álfa sem hlýnar hve hraðast. Líffræðilegri fjölbreytni og vistkerfum heldur áfram að hnigna vegna ofnýtingar auðlinda sem hefur nú þegar mikil áhrif á fólk og efnahag. Við erum enn og aftur minnt á mikilvægi þess að taka náttúrugæðum sem við búum við hér á Íslandi ekki sem sjálfsögðum hlut. Þess vegna eru endurheimt vistkerfa og votlendis, orkuskipti og verndun viðkvæmra svæða í hafi og á landi forgangsmál í mínu ráðuneyti.“

Atvinnustefna sem byggir á úreltri hugmyndafræði síðustu aldar um „vaxtarplön“ og „hagvaxtarstefnu“, auknar orkuframkvæmdir með „léttara“ regluverki, svo ekki sé talað um nýtt tímabil „stórframkvæmda“,húbú er ekki í miklu samræmi við þær áhyggjur sem skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu og Jóhann Páll lýsa.

Málið er að sú mynd sem dregin er upp í skýrslunni af ástandi loftslagsins og vistkerfisins er veruleiki. Allt það sem við gerum þurfum við að gera með þessar staðreyndir í huga. Það er ekki lengur hægt að leyfa sér að móta atvinnustefnu í anda tuttugustu aldarinnar þar sem útgangspunkturinn er hagvöxtur sem umfram allt byggir á stórkarlalegum iðnframkvæmdum og enn frekari hagnýtingu náttúruauðlinda.

Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi sé framleidd meiri raforka á mann en í nokkru öðru landi í heiminum, eða um það bil 50 megavött á ári. Í Evrópu eru að meðaltali framleidd 6 megavött á mann á ári. Enn fremur kemur fram í skýrslunni að losun gróðurhúsalofttegunda sé hér mikil miðað við höfðatölu í samanburði við önnur lönd álfunnar, ekki síst vegna stóriðju.

Við berum auðvitað ábyrgð eins og aðrar þjóðir, þótt ástandið sé að vissu leyti gott sökum aðstæðna hér. Það er óábyrgt að kynna atvinnustefnu sem byggir á vaxtarhumyndum iðnaðarhagkerfis síðustu aldar.

Stundum hefur verið talað um bakslag í jafnréttismálum á síðustu árum. Það er augljóslega bakslag í umhverfis- og loftslagsmálum einnig. Pólitík popúlistanna vítt og breitt um heiminn, sem afneitar loftslagsvánni og hnignun vistkerfisins, finnst jafnréttismál af hvaða tagi sem er húmbúkk – þessi stórkarlalega hugmyndafræði sinnuleysisins smitar því miður orðræðu, stefnumótun og ákvarðanir stjórnvalda víða um heiminn nú um stundir.

Atvinnustefnan sem Kristrún Frostadóttir kynnti fyrir nokkrum dögum var því miður skýrt dæmi um það.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...