Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 5. maí 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Margir muna sjálfsagt eftir því að vörugjöld á sykur, eða svokallaður sykurskattur, var settur á hérlendis árið 2013. Færri muna kannski að hann var afnuminn tæpum tveimur árum síðar. Talað var um að skatturinn hefði ekki skilað nægilegum árangri. Spurningin er hvort það hafi verið raunhæft að aðgerðin skilaði mælanlegum árangri á tæplega tveimur árum. En sykurskatturinn var auðvitað eitur í beinum þeirra sem höfðu hagsmuni af því að framleiða og flytja inn matvæli með miklum viðbættum sykri. Fyrir vikið var hart deilt.

Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan skatturinn var felldur niður hefur í sjálfu sér ekkert breyst í þessum efnum hér á landi, þó að upplýsingin um skaðsemi sykurs verði síst minni.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur frá árinu 2016 ráðlagt ríkjum heims að leggja skatt á vörur sem innihalda sykur og sætuefni. Stofnunin gerði það síðast í júní í fyrra. Leiðbeiningarnar byggja á niðurstöðum fjölmargra rannsókna sem sýna fram á að hækkaðar álögur á sykurrík matvæli, sem og skattaívilnanir fyrir matvæli sem talin eru holl, skila árangri.

Úttekt rannsókna- og upplýsingaþjónustu Alþingis á sykurskatti árið 2019 leiddi raunar sömu niðurstöðu í ljós. Embætti landlæknis skilaði það sama ár aðgerðaáætlun um að draga úr sykurneyslu að beiðni þáverandi heilbrigðisráðherra. Aftur var hart deilt og hugmyndir um nýjan sykurskatt voru skotnar í kaf. Rökin voru þau að forvarnir og fræðsla myndu skila meiri árangri.

Þverfaglegur starfshópur skilaði svo í febrúar í fyrra drögum að stefnumarkandi áherslum í forvörnum, heilsueflingu og meðferð. Þar var meðal annars lagt til að minnka álögur á hollari matvæli á borð við grænmeti og ávexti. Sömuleiðis ætti að ívilna þeim sem framleiða hollar fæðutegundir og svo ætti að hækka álögur á óhollar matvörur og sérstaklega gos- og orkudrykki. Aðgerðaáætlun byggð á þessari vinnu rataði inn í lýðheilsustefnu til 2030.

Enn sem komið er bólar þó ekki á aðgerðum, hvað þá nýjum sykurskatti. Andstæðingar hans segja að neytendur eigi að fá að velja sér matvæli án afskipta ríkisins. Með sömu rökum ætti að afnema gjöld á áfengi og tóbak.

Flest Norðurlandanna hafa innleitt sykurskatt í einhverri mynd og meira en fjörutíu önnur ríki í heiminum hafa farið sömu leið. Samkvæmt mælingum neyta Íslendingar meiri sykurs en allar nágrannaþjóðirnar. Við erum líka þyngri en gengur og gerist þar.

Er kominn tími til að endurskoða afnám sykurskatts? Hvaða árangri hefur sú aðgerð skilað fyrir lýðheilsu landsmanna?

Skylt efni: sykurskattur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f