Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 14. apríl 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er stutt umfjöllun um vefmiðilinn og -verslunina Matland.is sem sérhæfir sig í umfjöllun og sölu á íslenskum landbúnaðarafurðum. Matvælin sem seld eru á vefnum koma að stórum hluta beint frá býli og eru því rekjanleg til bændanna sem framleiddu þau. Þau er hægt að fá send heim að dyrum eða á sérstakar stöðvar þar sem neytandinn getur nálgast þau. Þessi þjónusta er til fyrirmyndar og vekur spurningar um það hvort ekki sé ástæða til þess að ýta enn frekar undir möguleika bænda á að fullvinna matvörur í auknum mæli og koma beint á markað. Fram kemur í frétt af Búnaðarþingi að bændur vilja einfalda reglugerðina um lítil sláturhús á lögbýlum og fá skýrari leiðbeiningar frá ráðuneytinu og gera þannig framleiðslu og sölu beint frá býli auðveldari.

Allar aðgerðir sem stytta leiðina frá bændum til neytenda eru af hinu góða. Því styttri sem leiðin þarna á milli verður því sterkari verður vitundin um framleiðsluferlið, gæði og hollustu matarins, verðmyndunina, framboðið en líka kröfur markaðarins og eftirspurn. Öll myndum við standa betur.

Landlæknir hefur nú breytt ráðlögðum dagskammti af rauðu kjöti úr 500 grömmum á viku í 350 grömm að hámarki. Undir rautt kjöt fellur kjöt af nautgripum, svínum og sauðfé. Í staðinn er lagt til að borða fisk og svo baunir og linsur. Sömuleiðis mælist landlæknir til þess að minnkuð sé mjólkurneysla frá því sem áður var mælt með. Hún verði ekki meiri en 350 til 500 millilítrar á dag en áður var ráðlagður dagskammtur 500 millilítrar. Mælt er með fituminni mjólkurvörum, gjarnan sýrðum. Í stað mjólkur er mælt með því að fólk borði dökkt grænmeti, belgjurtir (baunir, ertur og linsur), hnetur og möndlur sem séu góðir kalkgjafar.

Allar byggja þessar ráðleggingar á nýjustu vísindum og rannsóknum og skal ekki efast um að þær séu settar fram af ábyrgð og þekkingu. Samt má benda á að hér er leitað langt yfir skammt. Kjöt- og mjólkurframleiðsla stendur með miklum blóma á Íslandi en baunir, linsur og ertur, hnetur og möndlur eru aftur á móti ekki ræktaðar hér í miklum mæli til manneldis. Heilnæmi íslenskra landbúnaðarafurða er einnig með því betra sem gerist í heiminum. Notkun sýklalyfja er til að mynda minni hér en í nánast öllum löndum Evrópu. Og þegar íslensk landbúnaðarafurð er valin veit neytandinn líka að hún er ekki langt að komin og þar af leiðandi að öllum líkindum með minna kolefnisfótspor en innflutt matvæli.

Það er að ýmsu að hyggja þegar matarbitinn er valinn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...