Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jarðræktarmiðstöðin rís
Mynd / ghp
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi áform háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eftir.

Bjarni Jónsson.

Það kemur fram í svari við skriflegri fyrirspurn um uppbyggingu aðstöðu til jarðræktarrannsókna.

Bjarni Jónsson, þingmaður VG, sendi þann 16. Bjarni Jónsson. desember sl. fyrirspurn um uppbyggingu aðstöðu til jarðræktarrannsókna á Hvanneyri. Spurði hann m.a. um fjármögnun byggingarinnar, hvenær hafist verði handa og hvenær verklok væru áætluð.

Fyrirspurninni var svarað þann 5. apríl sl. Þar koma fram áætlanir ráðherra um tilhögun fjármögnunar framkvæmda við uppbyggingu jarðræktarmiðstöðvarinnar, upp á rúmlega 600 milljónir króna. Þar verði dregið á ónýttar fjárheimildir LbhÍ frá árunum 2022 og 2023 sem nema um 265 m. kr., auk framlags af stofnkostnaðarlið háskóla í fjárlögum. „Frekari ákvarðanir um framkvæmdir og fjármögnun verða teknar samhliða útgáfu fjármálaáætlunar fyrir árin 2025– 2029 og undirbúningi fjárlaga fyrir árið 2025. Ef það gangi eftir mun aðstaðan rísa og vera tilbúin árið 2027,“ segir í svarinu. Sex ár eru síðan jarðræktarmiðstöðin flutti frá Korpu upp á Hvanneyri, þar sem hún er nú starfrækt í gamla bútæknihúsinu, sem talið er óboðlegt starfseminni. Í svari ráðherra kemur fram að Borgarbyggð hafi þegar samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hvanneyri þar sem gert er ráð fyrir nýrri jarðræktarmiðstöð. Einnig er fjallað um þarfagreiningu og framkvæmdaráætlun til byggingar 1.000 fm gróðurhúss.

Í fyrirspurn Bjarna spyr hann hvort LbhÍ verði gert kleift að nota söluandvirði Korpu til að reisa jarðræktarmiðstöð. Í svari ráðherra kemur fram að söluandvirði Korpu hafi runnið til ríkissjóðs og hafi ekki verið eyrnamerkt jarðræktarmiðstöð sérstaklega. Bjarni segir í færslu á Facebook að þetta sé rangt. Fyrir liggi á prenti að söluandvirði Korpu skuli óskipt renna til LbhÍ og um leið uppbyggingar aðstöðu til jarðræktarrannsókna á Hvanneyri. „Frumrit þeirra skjala er að finna í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...