Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stöðugt framskrið er á hlíðinni um Almenning á leiðinni frá Fljótum að Strákagöngum. Ekki er talin spurning um hvort heldur hvenær vegurinn rofni þar á löngum kafla með tilheyrandi slysahættu.
Stöðugt framskrið er á hlíðinni um Almenning á leiðinni frá Fljótum að Strákagöngum. Ekki er talin spurning um hvort heldur hvenær vegurinn rofni þar á löngum kafla með tilheyrandi slysahættu.
Mynd / HKr
Fréttir 16. nóvember 2020

Jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta lífsnauðsynleg

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fulltrúar í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa undanfarin ár þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina að hraða undirbúningi og framkvæmdum við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar.

Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn segir í bókun frá fundi byggðaráðs. Tíðar jarðskjálftahrinur úti fyrir Tröllaskaga bæta ekki ástandið. 

„Það er mál manna að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar á löngum kafla,“ segir í bókun.

Heimamenn hafðir með í ráðum

Skorar Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar á alþingismenn og samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Byggðarráð hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...