Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jarðgerðarvélin var sett upp á lagernum í Krambúðinni.
Jarðgerðarvélin var sett upp á lagernum í Krambúðinni.
Mynd / Samkaup
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í versluninni og er hún staðsett á lager.

Jarðgerðarvélin breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsúrgang á aðeins einum sólarhring og allur jarðvegurinn sem kemur úr vélinni verður nýttur í nærumhverfinu. Gengið hefur verið frá samkomulagi við skóla- og leikskólasvið Reykjahlíðar um að nemendur á svæðinu nýti jarðveginn í ræktun á grænmeti og til uppgræðslu á sínu nærumhverfi.

Í fréttatilkynningu frá Samkaupum segir að leikskólinn Ylur í Mývatnssveit muni nýta jarðveginn til ræktunar grænmetis og á grænu svæðin í kringum skólann eða þar sem þörf þyki. Í leikskólanum séu 19 börn á aldrinum 1-5 ára og umhverfisvitund og útikennsla séu stór hluti af skólastarfi nemenda. Því falli verkefnið einkar vel inn í þá vinnu.

Segir jafnframt að fyrirtækið hafi einblínt á þau svið sjálfbærni sem skilað gætu mestum árangri og matarsóun sé þar ein af stærstu áskorunum matvöruverslana. Samkaup sporni með ýmsum hætti gegn matarsóun með því að selja vörur á síðasta söludegi á lægra verði og með samstarfsverkefnum, þar sem matvælum, í góðu standi en á síðasta snúningi, sé komið t.d. til Hjálpræðishersins og í frískápa, frekar en að honum sé hent.

Þetta er fyrsta jarðgerðarvélin sem sett er upp við verslun Samkaupa, en hugmyndin er að fleiri vélar verði settar upp við verslanir fyrirtækisins um land allt og þannig tryggð betri hringrásarnýting matvæla.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...