Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Rob Van Leijsen, Einar Pálsson og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Rob Van Leijsen, Einar Pálsson og Magnús Ágústsson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Mynd / Borgar Páll Bragason
Fréttir 21. apríl 2015

Jarðarberin tveimur mánuðum fyrr á ferðinni en venjulega

Höfundur: smh
Garðyrkjustöðin Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum sendi fyrstu jarðarberin frá sér í búðir um miðjan mars, en jarðarber er þeirra aðal ræktunartegund. 
 
Að sögn Einars Pálssonar, sem á og rekur stöðina ásamt konu sinni, Kristjönu Jónsdóttur, settu þau upp lýsingu í vetur og eru að fikra sig áfram með þá tækni til að berin komist fyrr á markað. 
 
„Það skilaði sér í því að núna erum við um tveimur mánuðum fyrr á ferðinni með berin í búðir en á undanförnum árum. Rækt­unar­tímabilið lengist líka og við reiknum með að geta boðið upp á jarðarber langleiðina til jóla – og þá verði búið að uppskera milli 25 og 30 tonn. Við stefnum á að vera með framboð á berjum tíu mánuði ársins. Svo þarf vart að taka fram, að við notum eingöngu lifrænar varnir og ræktunin er eins vistvæn og hægt er að hugsa sér.“
 
Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, leit við á dögunum í Sólbyrgi og var hollenskur ráðunautur sérfróður í jarðarberjaræktun með í för. Hann heitir Rob Van Leijsen og var hann ánægður með það sem hann sá og væntir góðrar uppskeru. Rob hafði einnig fram að færa mjög gagnlegar ábendingar sem munu nýtast þeim hjónum til að ná enn betri árangri í ræktun sinni. 

8 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f