Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Jólasveinabridds fyrir austan.
Jólasveinabridds fyrir austan.
Líf og starf 17. janúar 2025

Janúar er mánuður briddsins

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Fjölmörg briddsmót fóru fram um jólin hér og þar um landið. Sums staðar þóttu briddsarar minna nokkuð á jólasveinana þegar þeir tóku stórar ákvarðanir við keppnisborðið. Ekki síst átti það við um Austfirðinga sem létu húmorinn ekki vanta eins og sjá má á myndinni.

Efstu pör á Austurlandsmótinu í tvímenningi urðu Ragnar Logi Björnsson og Þorsteinn Sigjónsson sem unnu gullið. Silfrið hlutu Kári Borgar Ásgrímsson og Sigurjón Stefánsson. Bronsið fengu Eyþór Stefánsson og Þorbergur Hauksson eftir harða baráttu.

Átján pör tóku þátt sem þykir góð þátttaka. Briddslífið er á uppleið fyrir austan eins og ansi víða.

„Það vill nú þannig til að janúar er mánuður briddsins, nú er einna mest að gera.“

Þetta segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands.

Í mörg horn verður að líta fyrir briddsara næstu vikur. Ber hæst ofurmót þar sem margar erlendar stórkempur í íþróttinni koma til landsins og taka slaginn á sérstöku móti í Hörpu.

Að loknu því móti hefst veislan mikla, sjálf Briddshátíð. Er það fjögurra daga keppni þar sem fyrst er barist í tvímenningi en svo sveitakeppni. Mótið er hið langfjölmennasta sem fram fer árlega hér á landi.

The Reykjavik Rapyd Bridge Festival 2025 eins og mótið mun heita þetta árið, hefst 30. janúar og lýkur því 2. febrúar.

Frá Hörpu, keppnisvettvangi briddsara á Bridgehátíð.

Skylt efni: bridds

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...