Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verkefnissvið styrkþega var nokkuð vítt, en innan þessara flokka eru margvíslegar hugmyndir.
Verkefnissvið styrkþega var nokkuð vítt, en innan þessara flokka eru margvíslegar hugmyndir.
Mynd / Úr skýrslu Byggðastofnunar
Fréttir 13. mars 2024

Jákvæð upplifun styrkþega

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nýverið var framkvæmd könnun meðal þeirra byggðarlaga sem þátt hafa tekið í verkefni Brothættra byggða, þar sem styrkþegar voru inntir eftir því hver upplifun þeirra væri af verkefninu í heild sinni.

Svarhlutfall var um 60%, tekið til áranna 2020–2023 úr sjö byggðarlögum og er einkennandi hversu mikil jákvæðni var í garð verkefnisins. Kom einnig fram ítrekun á mikilvægi stuðnings við íbúa hvers byggðarlags, viðurkenning á hugmyndum þeirra og eftirfylgni. Var samróma upplifun að þó ekki væri endilega um háar upphæðir að ræða í mörgum tilvika styrkja, fælist í þeim hvatning til að framfylgja verkefnunum.

Rúmur helmingur svarenda gaf 9–10 stig af tíu mögulegum við spurningunni „Hversu líklegt eða ólíklegt telur þú að þú myndir sækjast eftir öðrum/áframhaldandi styrk frá Brothættum byggðum?“ og yfir 80% svarenda gáfu einkunn frá bilinu 6–10. Verkefni á sviði menningar/ lista/viðburða og tækjakaupa/ vinnuaðstöðu/uppbygginga stóðu hvað hæst þó styrkirnir hafi annars þjónað víðu sviði.

Varðandi þau skref sem taka þarf til þess að sækja um styrkinn, gáfu um 70% þátttakenda í könnuninni einkunnina 6–10 og þótti ferlið fremur auðvelt. Vert er að geta þess að verkefnastjórar veita aðstoð ef þarf við hugmyndavinnu og umsóknaskrif. Kom í ljós að 90% styrkþega síðustu þriggja ára þótti aðgengi að verkefnastjóra eiga skilið háa einkunn, vel eða mjög vel hafi gengið að fá aðstoð.

Samkvæmt skýrslunni kemur fram að um 74% töldu auðvelt eða mjög auðvelt að fá hjálp verkefnisstjóra. 20% hafa ekki þurft eða ekki borið sig eftir aðstoð í umsóknarferlinu á meðan um 3% telja ferlið mjög erfitt eða erfitt.

Niðurstöður eru því þær að víðtæk sátt er með verkefnið í heild sinni þar sem upplifun um þakklæti, traust, hvatningu og samheldni ber hæst og verkefnastjórar Brothættra byggða, þau Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir afar ánægð með málalyktir.

Skylt efni: brothættar byggðir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...