Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverðið 250 krónur á lítrann, sem er lækkun úr 265 krónum frá síðasta markaði.

Eins og á fyrri mörkuðum flyst greiðslumark mest til Skagafjarðar, eða 400 þúsund lítrar af alls rúmlega 778 þúsund lítrum sem keyptir voru. Næstmest fer á Suðurland, eða tæpir 140 þúsund lítrar. Sunnlenskir kúabændur selja mest af greiðslumarki, eða tæpa 370 þúsund lítra.

Alls voru 1.268.229 lítrar boðnir fram til sölu, en óskað eftir 913.450 lítrum.

Matvælaráðuneytinu bárust 35 gild tilboð um kaup og gild sölutilboð voru 24. Alls voru 20 seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra og selja 76 prósent af framboðnu magni. Kaupendur voru 29 sem buðu tilboð á jafnvægisverði eða hærra og fá allt magn sem sóst var eftir. Þannig voru sex kauptilboð undir jafnvægisverði og fjögur sölutilboð yfir jafnvægisverði. Tvö tilboð uppfylltu skilyrði um forgangsúthlutun til nýliða.

Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 398 kr. fyrir hvern lítra.

Í reglugerð um stuðning í nautgriparækt stendur um jafnvægisverð að það sé það verð sem myndast þegar framboðið magn er jafnt og eftirspurt magn eða lægsta verð sem jafnvægismagn getur verið selt og keypt á.

Greiðslumark sem boðið er til sölu á hærra verði en jafnvægisverði skal vísað frá markaði og á sama hátt kauptilboðum sem eru lægri en jafnvægisverð.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f