Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Búið er að reisa burðargrind nýs íþróttahúss í Árnesi og segir oddviti vonir bundnar við að taka megi húsið í notkun fyrir næsta skólaár, 2026, eða jafnvel fyrr miðað við hversu vel framkvæmdir ganga
Búið er að reisa burðargrind nýs íþróttahúss í Árnesi og segir oddviti vonir bundnar við að taka megi húsið í notkun fyrir næsta skólaár, 2026, eða jafnvel fyrr miðað við hversu vel framkvæmdir ganga
Mynd / J. Dermarthon
Fréttir 19. september 2025

Íþróttamiðstöð í burðarliðnum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Stoðum er nú rennt undir íþróttaiðkun og heilsueflingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með byggingu íþróttamiðstöðvar.

Í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er verið að byggja íþróttamiðstöð; íþróttasal, tækjasal, áhaldageymslu og tæknirými, auk anddyris með lyftu og stigahúsi. Burðargrindin er nú risin en fyrsta skóflustungan var tekin sl. haust, af unglingum í Þjórsárskóla. Íþróttamiðstöðin, sem rís á skólasvæðinu, mun verða mikill hvalreki fyrir skólastarfið og samfélagið í heild.

Þá er 25 m sundlaug ásamt heitum pottum, leiklaug og rennibrautum á teikniborðinu. Fyrir er í Árnesi Neslaug, frá 1998, 12,5 m á lengd og breidd. Við hana er útiíþróttavöllur og sparkvöllur.

Framkvæmdir ganga vel

Kostnaðaráætlun við byggingu íþróttamiðstöðvar í Árnesi nemur 834 milljónum króna og er heildarstærð hússins 3.618 fermetrar, að sögn Haraldar Þórs Jónssonar, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

„Framkvæmdir hafa gengið vel og eru á áætlun. Búið verður að loka húsinu fyrir veturinn svo hægt verði að nýta vetrartímann í innanhússfrágang. Húsnæðið verður tekið í notkun fyrir næsta skólaár, haustið 2026, en miðað við hversu vel framkvæmdirnar hafa gengið erum við bjartsýn á að taka húsið í notkun eitthvað fyrr,“ segir Haraldur.

Húmfaxi aðalhönnuður

Arkitekta- og verkfræðistofan Húmfaxi ehf. á Selfossi vann aðaluppdrætti mannvirkisins og er aðalhönnuður hússins. Allir helstu verkþættir eru boðnir út í afmörkuðum sjálfstæðum samningum í samræmi við 53. gr. laga um opinber innkaup.

Í Árnesi, sem kennt er við samnefnda eyju í Þjórsá, hafa undanfarið búið um 60 manns og um 50 nemendur voru í Þjórsárskóla í fyrra. Um 600 manns búa í Skeiðaog Gnúpverjahreppi, austasta sveitarfélagi Árnessýslu ofanverðrar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...