Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íssala hafin á ný í Efstadal
Fréttir 2. ágúst 2019

Íssala hafin á ný í Efstadal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fór í eftirlit í Ferðaþjónustuna í Efstadal 2 í gær til að sannreyna úrbætur sbr. bréf dags 18. júlí sl. og frétt frá 19. júlí sl. Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Suðurlands er úrbótum lokið og er heimilt að hefja starfsemina að nýju sbr. neðangreint. Jafnframt er bent á frétt Sóttvarnalæknis í gær.

Farið var í eftirfarandi úrbætur:

Alþrif og sótthreinsun á veitingasvæði, hurðum, göngum og salerni. Kælar tæmdir og þrifnir.
Mat í opnum umbúðum var fleygt.
Gangar, loft, handrið og wc málað.
Stétt þrifin með 80 °C heitum vatni og Virkioni dreift.

Að auki var búið að loka fyrir alla lausagöngu dýra, líka hundsins. Lausaganga verður ekki leyfð fyrr en handþvottaaðstöðu hefur verið komið upp fyrir gesti og aðskilnaður á milli dýra og veitingasvæða efldur.

Þrátt fyrir að handþvottaaðstöðu hafi verið komið upp við inngang í veitingaaðstöðu verður skv. ákvörðun staðarhaldara ekki um lausagöngu dýra að ræða að svo komnu máli. Ísbúðin hefur jafnframt verið endurnýjuð og er heimilt að opna hana að nýju. Framleiðsla á ís hefur verið heimiluð og var það sannreynt með greiningu sýna að framleiðslan uppfyllir örverufræðilegar kröfur.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...