Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Íslenskur landbúnaður – grunnstoð í íslensku samfélagi
Á faglegum nótum 7. febrúar 2025

Íslenskur landbúnaður – grunnstoð í íslensku samfélagi

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.

Kæru bændur. Ég tók við sem ráðherra atvinnuvega og þar með talið landbúnaðarins undir lok síðasta árs. Það er mér bæði heiður og ánægja að sinna þessum mikilvæga málaflokki og vinna með ykkur að því að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar.

Hanna Katrín Friðriksdóttir

Landbúnaður er ekki aðeins grunnstoð samfélagsins heldur líka lykilþáttur í menningu okkar, atvinnuþróun, byggðafestu, sjálfbærni og auðvitað fæðuöryggi. Atvinnugreinin er þannig með traustar rætur í sögunni en teygir líka laufin til framtíðar með nýsköpun og framþróun að leiðarljósi. Ferðaþjónustan hefur verið mikill vaxtarbroddur víða um land og hvatt þannig til endurmats á því hvað það er að vera bóndi. 

Mörg ljón í veginum

Nýleg viðhorfskönnun á meðal bænda sem unnin var fyrir matvælaráðuneytið sýnir að einungis 32% bænda eru bjartsýn gagnvart búrekstri sínum og ekki nema 30% bænda telja að núverandi stuðningskerfi þjóni hagsmunum þeirra vel. Þessar niðurstöður gefa skýrt til kynna að við þurfum að bregðast við núverandi ástandi.

Áskoranir sem bændur standa frammi fyrir eru margþættar. Það hamlar nýliðun hvað kynslóðaskipti hafa reynst mörgum fjölskyldum erfið. Raforkukostnaður hefur aukist mikið og háir vextir lenda sérstaklega þungt á ungum bændum og þeim sem hafa nýverið fjárfest í rekstri sínum.

Nú þegar aðfangakeðjur eru undir meira álagi en þær hafa verið í marga áratugi þurfum við einnig að gefa fæðuöryggi landsins gaum. Við sáum í heimsfaraldri mikilvægi öflugra viðskiptasambanda við að tryggja aðgang að mikilvægum lyfjum. Stríðið í Úkraínu hefur truflað útflutning á korni með tilheyrandi verðhækkunum víða um heim.

Nýlegar fréttir af tollastríði Bandaríkjanna gegn lykilviðskiptalöndum þeirra eru váleg tíðindi fyrir þjóðir eins og Ísland sem treysta á gott aðgengi að mörkuðum með útflutning sinn. Það er því miður útlit fyrir að þessar áskoranir séu ekki tímabundnar heldur hluti af nýjum veruleika. Sem viðbragð við breyttri heimsmynd vinnur matvælaráðuneytið ásamt samstarfsaðilum að mótun aðgerða um neyðarbirgðahald á matvælum og nauðsynlegum aðföngum.

En það er vísir að viði

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er kveðið á um nokkur forgangsverkefni á sviði landbúnaðar sem eru að auðvelda nýliðun og kynslóðaskipti og breyta jarðalögum til að vinna gegn samþjöppun og stuðla að nýtingu á ræktarlandi til búrekstrar. Auk þessa munum við sérstaklega huga að stöðu ungra bænda. Það þarf að vera raunhæft og eftirsóknarvert fyrir ungt fólk að koma undir sig fótunum í búskap.

Ræðum málin

Ráðuneytið og Bændasamtökin skipuleggja nú í sameiningu hringferð um landið þar sem við ætlum að eiga milliliðalaust samtal við bændur. Við viljum heyra beint frá þeim hvernig þeir meta ástand greinarinnar, hvaða breytingar þeir telja nauðsynlegar, hvernig hægt sé að auka nýliðun og hvernig stuðningskerfið geti betur gagnast bændum.

Til að tryggja landsmönnum hollan og góðan mat þurfum við öfluga innlenda framleiðslu sem rekin er með sjálfbærni að leiðarljósi. Ég hlakka til að vinna með ykkur að því að efla íslenskan landbúnað um land allt á komandi árum. Með opnu samtali, öflugu samstarfi og sameiginlegri stefnu getum við byggt upp sterka framtíð fyrir íslenskan landbúnað.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f