Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tíu íslenskar konur fara á heimsþing ACWW.
Tíu íslenskar konur fara á heimsþing ACWW.
Mynd / acww.org
Líf og starf 16. maí 2023

Íslenskur hópur á heimsþing dreifbýliskvenna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Dagana 17.-25. maí nk. fer fram 30. heimsþing Alþjóðasambands dreifbýliskvenna (ACWW) í Kuala Lumpur í Malasíu.

Auk þingstarfa og kosninga verður boðið upp á skoðunarferðir um nágrennið og blásið til hátíðarkvölds í Þjóðarhöll Malasíu.

Samtökin beita sér fyrir hagsmunum dreifbýliskvenna um heim allan og bættri stöðu þeirra innan eigin samfélaga.

Á vefnum acww.org.uk kemur fram að auk brýnna umhverfis­sjónarmiða er fókusinn fram til ársins 2026 meðal annars settur á umhverfisvæna tæknivædda ræktun, heilbrigði kvenna í dreifbýli og kennslu­ og þróunarverkefni ýmis, stór og smá.

Sem dæmi um slíkt verkefni er að safna fé fyrir áveitukerfi fyrir þorp í Afríku. ACWW hefur ráðgefandi stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum varðandi málefni dreifbýliskvenna.

Jenný Jóakimsdóttir á skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands á Hallveigarstöðum segir að 10 íslenskar konur, einkum af Suður­- og Suðvesturlandi, séu skráðar í ferðina. Um 450 þátttakendur frá öllum heimsálfum hafi boðað komu sína á þingið að þessu sinni.

Jenný sótti einnig Evrópuþing samtakanna í Skotlandi í haust. Hún segir íslenska hópinn hlakka mjög til að sækja þingið og kynna sér starf og áherslur ACWW nánar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f